Framboðstexti

Framboðstexti. Selst hæstbjóðanda.

Ég skal sko gefa ykkur fús
elliheimili og sjúkrahús,
ef þið kjósið,
ef þið bara kjósið,
ef þið kjósið mig!

Ég skal sýna hvað í mér býr,
útvega vegi, göng og brýr,
ef þið kjósið,
ef þið bara kjósið,
ef þið kjósið mig!

Hinsvegar aðeins hungurlús
hljóta þið munuð í ykkar krús,
ef þið kjósið,
ef þið bara kjósið,
aðra heldur en mig!


mbl.is Krafan um styttra kjörtímabil óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara almennt - en þó í tilefni kosninga

Ef vitni um sannleikann vinurinn bæri,
víst mundu einhverjir skamm´ann,
og með því líka hann efalaust færi
út fyrir þægindarammann.

Aftursætisbílstjóri?

Með vísunum til valda syrgða,
verum hvergi rög;
setjum nú til bráðabirgða
breytt og skárri lög!

 


mbl.is Vill bráðabirgðalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von

Kjósendur hyggja á hefndir.
Helst eru ráðamenn nefndir.
Lymsku var beitt
og loforðin veitt
en lítið var hugsað um efndir.

mbl.is Fleiri kjósa utankjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nemA

Skemmdarverkin skapa auð.
Sköpun arðsins lokkar.
Landsnet gefur lifibrauð
og lífskraft byggðum okkar.

Amast skal við lögnum lítt.
Leystur allra vandi.
Megi verða möstrum prýtt
sem mest af voru landi.


mbl.is Undirbúa ný framkvæmdaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójá

Könnunin er súr að þessu sinni.
Sumir auka fylgið nokkuð geyst.
Sá stærsti gjarnan mætti vera minni,
en myndin getur efalítið breyst.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingfréttir

Í baktjöldum mega þeir makka
sem minna á Rip, Rap og Rupp,
og vilja ekki bakka með Bakka
en bakka hvern annan upp.


mbl.is Stjórnvöld ætlað að láta teyma sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík rausn!

Eftir næstum alls míns lífs
erfitt streð og baks
eignast mun ég ögn til hnífs
- en ekki nærri strax!

En svo telst ég raunar ekki einstæður, þannig að vonin er úti.


mbl.is Loksins hillir undir breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rausnarskapur

Ekki eru þetta nú beinlínis afturvirkar hækkanir. Og gamlingjar í sambúð verða áfram á framfæri maka. Ef makinn hefur tekjur. Annars hvað? Takk fyrir kærlega. Gleymum ekki kosningunum.


mbl.is Tvö atriði standa upp úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldaframleiðsla

Í Köben í kosningaerli
kínverjar voru á ferð.
Atkvæðaframleiðsluferli
fer nú í endurgerð.


mbl.is Stimpli Framsóknar stolið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband