Færsluflokkur: Ferðalög

Flug

Ég flaug til Færeyja í fyrri viku ásamt dansfélaginu Vefaranum.
Að okkur lentum á Vogaflugvelli eftir stutt og snaggaralegt flug
orti ég:


Vefararnir ungu og öldnu
ósköp hljóta fegnir því
að vera lentir heilu og höldnu
hérna Færeyjunum í.


Fákar

Hrossanöfn lesa og læra nú börn.
Það er langur og mikill bálkur:
Hófaljón, fákur og hálendisbjörn
hestur, færleikur, jálkur.

Eyjafjörður í dag

P4190061


Að taka veðrið?

Vafasamur veðurtekju
virtist staðurinn.
Eitthvað var hann úti á þekju,
aumingja maðurinn.
mbl.is Maðurinn á þakinu kominn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræs

Að fara í þotuflug með Geira
fannst mér afar nice,
þótt það gleddi mig nú meira
að mega hitta Rice.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hittir Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormviðvörun o.fl.

www.visir.is  Ofsaveður vestan Víkur

Allar þær sem enginn svíkur
eru kvenna sælastar.

Ofsarok er vestan Víkur.
Verið ekkert að þvælast þar!


mbl.is Óveður undir Eyjafjöllum og blint á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á faraldsfæti

Ég ferðaðist suður. Förin gekk vel.
Fram og til baka í heilu lagi.
Ódýra flestum ég söguna sel
en segi ekki meira um eigin hagi.

Ein limran enn

Eftirfarandi limra fjallar um hinn hagyrta rithöfund, Björn Andrés Ingólfsson, fyrrum skólastjóra á Grenivík. Að öðru leyti er hún algjör uppspuni frá rótum.

Hann Björn var í bland með tröllum,
bundinn trúnaði öllum,
og þegar hann var
þráspurður hvar,
þá kom hann alveg af fjöllum.


Kona á hvítum hesti

Til bæja kom hesturinn hneggjandi
með hana á bakinu eggjandi.
Þá rann ég á reið
og renndi á skeið;
það fannst mér þá á sig leggjandi.


Vegna veðurs

www.visir.is  Farþegar aftur fastir í flugvél á Kelfavíkurvelli

Heimsferðavegir hastir
hér báru nýjan keim;
farþegar aftur fastir
og fengu ekki að komast heim.


Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband