Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gömul rómantík

Á síðari hluta uppvaxtarára minna eftir miðja síðustu öld var ég í héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal.
Þar blómstraði að sjálfsögðu nokkur rómantík og var það eigi óalgengt að strákur og stelpa hefðu viðdvöl
norðan við skólahúsið þar sem umferð og lýsing var í lágmarki. Haustið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum varð mér hugsað til staðarins með nokkrum trega:

Þess unga fólks er nú að Laugum leggur
leiðir sínar hrímkalt myrkvað haust
bíður enn að norðanverðu veggur.
Hann verður þarna sjálfsagt endalaust.


Löng saga í stuttu máli.

Skotinn í Guðrúnu skapríku
var Skafti sem þrælaði í fabríku.
Hann reyndi hana við
að riddara sið.
Þau rækta nú tómat og papríku.

Eftirsjá

Eftirfarandi stöku er að finna í Eyfirskum skemmtiljóðum, sem gefin voru út af bókaútgáfunni Hólum árið 2006.
Ég hef fengið góðfúslegt leyfi höfundar til að birta hana hér á blogginu mínu, enda ekki langt til hans að leita.

Hefur nakið heilabú
hrörlegt gamalt skarið.
Höfuðprýði hans er nú
hárið sem er farið.


Frænka

 Hvort sem henni kann að líka það betur eða verr, þá er nýráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra allmikið skyld bloggaranum hallkri.

Þótt standi enn Ólaf styr um,
strax mun því kippa í lag
framsóknarkona fyrrum;
frænka mín enn í dag.


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðitíðindi

Þau notuðu vonlausa vörn
vinirnir Magga og Björn
er sumt gerðu saman
sem þeim fannst gaman.
Nú eignast þau bráðlega börn.

Þetta er sko hugmynd....!

Lögreglan þjónusti þegna,
þeirra annmarka vegna.
Nú langar mig að
hún ljúki við það
að láta strákana gegna.
mbl.is Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 127965

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband