Eggjamálið í hnotskurn

Hið opinbera býr til merki á vistvæna vöru. Það býr til reglugerð um eftirlitskerfi sem standa á undir merkinu, ábyrgjast að varan sé vistvæn. Neytendur verða glaðir.
Eftirlitskerfið bregst. Hið opinbera hleypur undan merkinu;
afnemur reglugerðina. Auglýsir að það standi ekki lengur að merkinu. Auglýsir það mjög vandlega. Meira að segja í lögbirtingablaðinu, svo það fari nú ekki framhjá neinum.
Vöruframleiðendur mega nota merkið áfram á eigin ábyrgð.
Neytendur verða annaðhvort að treysta framleiðendum eða heimsækja þá: Bank - bank - er ekki allt i lagi hjá ykkur?
Þið neytendur sem vissuð ekki að hið opinbera hafði hlaupið undan merkjum: Þið áttuð bara að fylgjast betur með! Lásuð þið ekki einu sinni Lögbirtingablaðið??


mbl.is Skoða að fá utanaðkomandi vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyna má

Ekki þarf á Bjarna bann
í bráðastjórnarmynstri,
lánist Kötu að leiða hann
langt,langt,langt til vinstri.


mbl.is Bjarni og Katrín funda í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt húsráð

Heillaráðin fornu flest
fyrir leggjum:
Vandræðin þau bakast best
með brúnum eggjum.

mbl.is Aldrei verið vistvæn framleiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðmál

Allt er málið enn í bið
orðið nokkuð heitt.
Skýtur hérna skökku við;
skýrist ekki neitt.


mbl.is Styttra á milli Sjálfstæðisflokks og VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt vín?

Ef þetta þannig gengur
sem þæfð sé gömul flík,
mig langar ekki lengur
að ljóða um pólitík.


mbl.is Auknar líkur á þriggja flokka stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvara málsins

Allir víst þurfa að færa hér fórn
og fjarlægjast eigin rætur
því mynda þarf fljótlega starfhæfa stjórn
sem stendur í alla fætur.


mbl.is Guðni boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing

Slæmt gerist veður og slóðin er grýtt,
slepjugt er fólkið og lúið.
Umboð er gefins á Notað og nýtt,
næstum því ekkert fúið.


mbl.is Enginn einn flokkur fær umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ostur

Til að mynda margra stjórn
mundi þurfa nostur,
en að þurfa að færa fórn
er fráleitt veislukostur.


mbl.is Framsókn áhugalaus um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaskýring. Sett fram kl.13:30

Fljótlega losnar fjandinn.
Fæðist Þrándur í Götu.
Ég held að Viðreisn sé vandinn
í veginum fyrir Kötu.


mbl.is Búið að slíta stjórnarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið er flókið

Nú er sá árstími að nóttin er dimm
og nöpur snævarins þekja.
Svo er að vita hvort flokkarnir fimm
flækjurnar nái að rekja!


mbl.is Stjórnarmyndunarfundum lokið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 127941

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband