Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Seðlabankastjóri

Ekkert um Davíð ég dylgi.
Dónaskap lítils ég met.
En skoðun sú fær nokkurt fylgi
að flytja sig ætt’ann um set.

Fjármálaráðgjöf

Fjármuni að fara með sparlega
felst í að eyða þeim varlega.
Ef laun eru rýr
og lífsbjörgin dýr,
þú enda skalt eyðsluna snarlega.

Millur

www.visir.is  Forstjóri Glitnis lækkar laun sín um 50%

Óefað reynist það erfitt í raun;
ætti þó varla að saka.
Forstjóri Glitnis nú lækkar sín laun.
Líklega af nógu að taka.


Í höfn

www.visir.is  Samningar í höfn í Karphúsinu

Nú þarf ei lengur að lemja
lóminn um okkar kaup.
Um borganir búið að semja.
Best að fá sér í staup!


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing

Netið í símann færðu frítt.
Mér finnst þú ættir að prófa.
Aðvitað getur þetta þýtt:
Þú átt að skipta við NOVA

Þetta er auglýsing


Harkalegt

Mig langar að vekja athygli á þessari færslu Möguleikhússins.

http://moguleikhusid.blog.is/blog/moguleikhusid/entry/431433/

Það er spurning hvað ræður svona ákvörðun.


Jamm og jæja

www.visir.is  Sigurjón með 13,6 milljónir á mánuði

Landsbankinn kann greinilega vel að meta dugnað sinna manna……

Dável virðast dugnað meta.
Dýrtíð ennþá vex.
Það myndu fleiri þegið geta
13,6.


mbl.is Nærri 40 milljarða hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið, ég hef lítið vit á viðskiptum

Fons var að kaupa Groupbréf Gnúps
á genginu 12,1.
Þá stækkar hlutur atkvæða. Úbbs,
- einhver kemst vonandi í feitt.
mbl.is Fons keypti bréf Gnúps í FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirvænting

Eitthvað er það sem huga minn heftir.
Heldur dregur úr raupinu.
Nú bíð ég bara í ofvæni eftir
auglýsingunni í skaupinu.

Stöðvun framkvæmda

Ég var nú bara rétt svona að hugsa um að ekki muni byggingaverktaka á Glerártorgi vera sérlega skemmt.
Að vera á fullu  með her manns þegar framkvæmdir eru skyndilega stöðvaðar.

Eftir jaml og mikið múður
málið virðist algert klúður.
Hverjir ætli bætur borgi
byggingamönnum á Glerártorgi?


Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 127965

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband