Flóttamannabúðir

Fleirum mun að þjóna þarna;
það er staða ný.
Meira að segja Áslaug Arna
áttar sig á því.

 


Sjálfsmat

Ég rataði ávallt rétta línu.
Að ráðum góðum nú bý:
Brjóti ég odd af oflæti mínu
ég ydda það strax á ný!

Eldsneytisbirgðir

Undirbúum orrahríð.
Undirleikur dunar.
Nú er kannski næsta stríð
nær en marga grunar.


mbl.is Stefna á milljarða króna framkvæmdir fyrir herskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgst með stjórnmálum

Á þingi fór sem fyrr var spáð.
Er flutt var stjórnar bjargarráð,
nam ég hvísl til næsta manns:
"Nýju fötin keisarans!"

 


Ekki er það nú gott


Oft má nú líta í ýmissa skrifum
ummælin döpur og myrk:
Vegna þess hversu lengi við lifum
lækka þarf ellistyrk.
 

Óvissa

Stamar einn í stirðum tón.
Stendur enn á svörum.
Varla svo sem virðist Jón
vera neitt á förum.


mbl.is Ekkert bólar á breytingum á ráðherraskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ

Sagt er kvinnu eina um;
alveg sé hún skínandi.
Vex þó lítt af vinsældum
sem virðast heldur dvínandi.


Kvöldúlfur

Eftir flakk og ferðaráp
fer ég nú að sofa
á réttri hillu í réttum skáp
en röngum fjallakofa.

Spurning

Mig langar svona að loknum vetri
að leiða
batnandi heim.
Ætli vísurnar verði ekki betri
við það að fækka þeim?


Það er nú gott

Katrín varla kvarta fer
þótt kjörin séu erfið.
Fyrir mestu að hún er
alveg sátt við kerfið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 127992

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband