Nýtt rímorð

Víða liggur fundið fé.
Fáir upp nú veslast.
Liggur við að ljóst það sé;
landinn er að Teslast.


mbl.is Tesla setur sölumet á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undantekning

Allir þiggja orku hráa
án þess að vilja það.
Við erum rík af reyknum bláa,
reynið að skilja það!


mbl.is Blár reykur er undantekning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

! ! !

Mál er litið avarlegum augum.
Undravert, en nokkurnveginn satt.
Eflaust margir teknir verða á taugum;
titringurinn eykst að vonum hratt.

? ? ?

Upp er svipa réttvísinnar reidd.
Ráðvendni er nauðsynleg í dag.
Hver er sektin? Hverjum er hún greidd?
Hvað ef málin komast ekki í lag?


Bank bank

Aðalbrautin oft er hál.
Ýmsa mætti hanka.
Það er talsvert mikið mál

að missa stjórn á banka.


Góð þessi

Gjarnan mína stöðu styrkja
stökur bæði og ljóð.
Vísan sem ég var að yrkja
er virkilega góð!
 
 

Hörmung

Trússi sínu troða í minni poka.
Tjarnarbíó nauðbeygt er að loka.
Borgarstjórnin bjargar ekki neinu.
Býst ég við að það sé nú á hreinu.


mbl.is Vísuðu björgun Tjarnarbíós frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rörsýn

Þegar menn benda á verðandi vá
og vekja upp fortíðardrauga;
tala um það er við síst viljum sjá,
setja má lepp fyrir auga.


mbl.is „Ég er ekki sammála Sjálfstæðisflokknum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki útilokað

Mikill er Bjarni. Margt hann getur.
Metur fleira en karla.
Ef til vill síðar hann bætir um betur.
Breytingar skaða varla.


mbl.is Útilokar ekki frekari breytingar á ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greftrun stríðsaxar

Að grafa exi greina menn
að gangi heldur seinlega.
Frekar dökknar útlit enn;
orðið Kolbrúnt hreinlega!


mbl.is Bjóst ekki við að Norðurlöndin myndu loka sínum sendiráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband