Það er fyrir mestu - fyrir þau mestu

Vel úr hendi fer þeim flest
sem fitla við eigin skott.
Hæstu launin hækka mest.
Helvíti er það nú gott!

Allt í góðu...

Þótt flestum virðist fátækt kvöl og pína,
fagrar vísur get ég sjálfsagt ort,
því góða fólkið gerir vel við sína
og gætir þess að enginn líði skort.

Vinnuþrælum fögnum við sem flestum.
Í fæði og klæðum gerum vel við þá.
Úr rúmum sínum ganga fyrir gestum
er gamall siður íslendingum hjá.

Allt í graut

Varla öllu þyngri þraut
þyrfti um að raupa
en að borða grjónagraut
sem gæti farið að hlaupa.


mbl.is Grjónagrauturinn hlaupkenndari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool

Okkar númer vel nú vöndum,
víst hún Diljá sér um það;
bíspert dansar hún á höndum.
Heldur sjarma - nema hvað?      


mbl.is Myndskeið: Diljá dansaði á höndum á dreglinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Liverpool

Diljá færist ofar eftir
æfinguna fyrstu.
Enginn máttur hana heftir
né haukana fréttaþyrstu.


mbl.is Diljá færist ofar eftir fyrstu æfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristófer á taugum

Finnst honum illa fara enn.
Fremur leiðan sið þá:
Hleypur um og meiðir menn
og með því losnar við þá.


mbl.is Þolir ekki samkeppni og meiðir menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvessir?

Ýmislegt hér skrítið skeður.
Skökk er heildarmyndin.
Einn af sínum mesta mætti
mígur upp í vindinn.


mbl.is Fjalla um álitaefni og valkosti vindorkuvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein sex ára

Ef veifað er vænum seðli,
veskin takast á loft.
Skrýtið hvað skítlegt eðli
skýtur upp kolli oft!

 


Fara vel með fé

Reykjavík ég raunar tel
rétt á málin blína:
Passa bara að pússa vel
peningana sína.


mbl.is Segir Reykjavík fara vel með fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði

Réttlætis gangur í raun og veru
er rölt eitt og lötur,
en leiðir fjármagnsins oftast eru
einstefnugötur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 128123

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband