Aðgát skal höfð

Þegar ég lít yfir bloggfærslur mínar tek ég eftir að nokkuð margar þeirra fjalla á einhvern hátt um blessaðan karlinn hann Villa. Maður má passa sig að leggja menn ekki í einelti þótt þeir liggi vel við höggi. Það mættu fréttamenn raunar einnig íhuga.

Þótt ekki sé talað um boð eða bann,
bloggfærslur skyldu menn vanda,
og sparka ei með látum í liggjandi mann,
þótt líklega telji hann sig standa.


mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þegar menn þekkja ekki sín takmörk og þrjóskast við eins og Villi, er meiri hætta á að fá á sig neikvæðan stimpil og þar með að bjóða meiri umræðu heim. En ég var að velta fyrir mér í sambandi niðurstöðu hans um að halda áfram. Getur skeð að hann hafi gleymt til hvers hann skreið undir feldinn til að  " hugsa sinn gang " ?. Kveðskapurinn stendur alltaf fyrir sínu,takk fyrir hann.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.2.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Jú, maðurinn hefur virst afar gleyminn á köflum!

Hallmundur Kristinsson, 24.2.2008 kl. 10:02

3 identicon

Ég gleymi stundum hvar ég hef látið bíllyklana!  Ætli ég þurfi að láta af störfum í sóknarnefnd ?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Leggstu undir feld og hugsaðu málið í tvær vikur. Taktu þá ákvörðun um óbreytt ástand. Ef þú finnur ekki bílinn þinn,þá skaltu endurskoða afstöðu þína 

Hallmundur Kristinsson, 25.2.2008 kl. 09:43

5 identicon

Sæll fyrrum Eyfirðingur. Lyklarnir skila sér alltaf aftur.

Amma mín,sagði alltaf þegar hún eða einhver á heimilinu fann ekki hlut sem átti að vera á einhverjum réttum stað. " Huldufólkið hefur þurft að nota þetta." Og það brást aldrei að viðkomandi hlutur var auðvitað þar sem hann átti að vera. Rétti staðurinn fannst bara ekki alveg strax.

Ég er Reykvíkingur, þó ég hefi búið fram í Eyjafirði í tæp 40 ár. Er núna heima í Reykjavík og ætla að vera þar, það sem eftir er ævinnar. Fædd hérna og var alltaf Reykvíkingur þessi 40 ár í Eyjafirðinum. En það er fallegt á Akureyri.

Og ég man eftir þér!

Skilaðu kveðju til sona minna og barnabarnanna, frá mér.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 08:04

6 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Blessuð Sigrún.

Nú kveiki ég á hver þú ert. Þótt við þekktumst nú sussum ekkert. Svona var móðir mín alltaf sunnlendingur þótt hún byggi í hér fyrir norðan öll sín fullorðinsár.

Hallmundur Kristinsson, 29.2.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 128016

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband