Ekki vísa

Hverslags er þetta! Hér gubba ég uppúr mér hverri vísunni á fætur annarri en minnist ekkert á neitt sem fer í taugarnar á mér. Ég kann greinilega ekkert að blogga!

Ég ætla að fjalla hér um þrjár nafngiftir. Eitthvert sameinað sveitafélag hér út með firði er það síðasta sem manni dettur í hug þegar nefnd er Fjallabyggð. Fjöll með stórum staf hafa hingað til vísað beint á Hólsfjöll, sbr. Grímstaðir á Fjöllum, Möðrudalur á Fjöllum o.s.frv.

Hið fjallmyndarlega hús, sem áður gekk undir nafninu Barnaskóli Akureyrar eða Barnaskóli Íslands, skartar nú nafninu Rósenborg. Það var nú annað hús sem gekk undir þessu nafni í denn. Algjör óþurftaraðgerð að planta því á hið aldna skólahús þótt gamla Rósenborg sé ekki til nema á myndum og í minningunni.

Hins vegar þykir mér allt í lagi með nafnið á rísandi menningarhúsi okkar Akureyringa
Það heitir Hof.  Rímar á móti klof.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 128075

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband