Dagur íslenskrar tungu

Veruleikann varla flý.
Vont er að falla í sprungu.
Nonni litli datt í dý
á degi íslenskrar tungu.

mbl.is Dagur okkar ástkæra og ylhýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt Viðreisn

Með Bjartri Viðreisn Bjarni leikur;
bitlitlum hann veifar kuta,
enda mun hann eitthvað smeykur
um alltof lítinn meirihluta.


mbl.is Byrjað á sáttmála um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi skal umboð reyna

Framtíð er björt hjá Bjarna.
Bensinn er klár í túr,
þótt öll séu berin þau arna
átakanlega súr.

Fjölbreytt vöruúrval

Hæpinn er okkur greiði gerður;
ganga skulum mjóan planka.
Eftir að sjá hvort vinsælt verður
vöruframboð Íslandsbanka.


mbl.is Gert til að fækka reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ráða ráðum sínum

Ýmislegt fleira er sett á svið
en sjónleiki mætti kalla.
Reyna má alltaf að reisa við
ríkisstjórnir sem falla.

mbl.is Bjarni fundar með Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrengingar

Þótt einhverjir á því klifi
að aumingjar varla lifi,
höfðingjar hjara;
hefur þar kjara-
ráð undir hverju rifi.


mbl.is Laun Loga hækkuðu um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband