Færsluflokkur: Lífstíll

Eftirsjá

Eftirfarandi stöku er að finna í Eyfirskum skemmtiljóðum, sem gefin voru út af bókaútgáfunni Hólum árið 2006.
Ég hef fengið góðfúslegt leyfi höfundar til að birta hana hér á blogginu mínu, enda ekki langt til hans að leita.

Hefur nakið heilabú
hrörlegt gamalt skarið.
Höfuðprýði hans er nú
hárið sem er farið.


Alvöru blogg

Klukkan er að byrja að ganga tvö. Ætli það sé nógu framorðið til að birta svona færslu?

Þú ert fláráður fasisti
fífl og helvítis nasisti.
Þó virðist það verra
vönkuðum perra
að vera í rauninni rasisti!


Bloggarar

Líklega af bloggi þeir láta nú senn,
liggjandi heima í fletinu.
Svívirða að mega ekki svívirða menn
svívirðilega á netinu!


mbl.is Dómi líklega áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millur

www.visir.is  Forstjóri Glitnis lækkar laun sín um 50%

Óefað reynist það erfitt í raun;
ætti þó varla að saka.
Forstjóri Glitnis nú lækkar sín laun.
Líklega af nógu að taka.


Í höfn

www.visir.is  Samningar í höfn í Karphúsinu

Nú þarf ei lengur að lemja
lóminn um okkar kaup.
Um borganir búið að semja.
Best að fá sér í staup!


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staka

Hefur andans Herðubreið
á himni safnað auði.
Ljúfa, gef mér litla sneið
af lífsins vínarbrauði.

Auglýsing

Netið í símann færðu frítt.
Mér finnst þú ættir að prófa.
Aðvitað getur þetta þýtt:
Þú átt að skipta við NOVA

Þetta er auglýsing


Huldukonur og huldumenn

Eitt er ágætt að blogglesendur mínir viti: Ég nenni yfirleitt ekki að eiga orðastað við dulmenni.
Það er nú bara þannig.

Vegna veðurs

www.visir.is  Farþegar aftur fastir í flugvél á Kelfavíkurvelli

Heimsferðavegir hastir
hér báru nýjan keim;
farþegar aftur fastir
og fengu ekki að komast heim.


Bót í máli

www.visir.is  Fagfólk valdi fanga saman

 

Ekki þykir öllum gaman.
Allt þó málið bætti
að fagfólk valdi fanga saman
með fagmannlegum hætti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband