Færsluflokkur: Lífstíll
4.2.2008 | 19:59
Ófremdarástand
Ég heyrði í útvarpi talað um slæma aðstöðu í fangelsum landsins og vandræði vegna þrengsla.
Mér datt nú í hug að kannski mundi líða að því að menn myndu hóta að hætta afbrotum í mótmælaskyni!
Þótt aðsóknin teljist vart ennþá mjög dræm,
ört getur vandinn stækkað,
því aðstaða í fangelsum er orðin svo slæm
að afbrotum gæti fækkað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 18:20
Æfing
Mér er í barnsminni hve elsti bróðir minn varð skrýtinn í framan þegar hann var að æfa sig á píanóið og ég spurði hvort hann væri að spila lag eða hvort þetta væri bara æfing.
Sem sagt; þetta er bara æfing:
Það var ei gaman á Grenivík.
Þar geysaði umgangspest sleni lík,
uns doktorsins skrif
gáfu dásamleg lyf
þá prófaði Guðmundur peni slík.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 21:26
Limran um Huldu
Sko, Hulda var ættuð frá Hawaii.
Hýjalínsnáttfötum svaf æ í.
Hún fílaði fjör,
á fé var ei spör,
og góðgerðarsafnanir gaf æ í.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.1.2008 | 12:56
Hinsegin vísa
Kynin eru bæði að stunda drag.
Kannski mætti segja að kynhverfan sé inn.
Komdu útúr skápnum strax í dag!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 21:24
Erótík
Hér er ekki ort um neina tiltekna persónu. Þetta er bara hugleiðing út í bláinn með erótísku ívafi.
Gott er vill hún gera sér
og gera sér,
vill hún gjarnan vera ber
sem vera ber.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 15:42
Naglahöfuð
Að draga tönn úr fallegu brosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 18:39
Hvítt ævintýri.
Þetta litla hvíta ævintýri hefur lifað með mjög litlum hluta þjóðarinnar frá því það var skrifað fyrir nokkrum áratugum. Nú finnst mér tími til kominn að það lifni meðal stærri hluta hennar.
Einu sinni var hvítur ormur. Hvíta orminn elti hvítur ungi. Og hvíta ungan elti hvít rotta. Og hvítu rottuna elti hvítur köttur. Og hvíta köttinn elti hvítur hundur. Og hvíta hundinn elti hvítur hrafn. Og hvíta hrafninn elti hvítur refur. Og hvíta refinn elti hvítur maður. Og hvíta manninn elti hvítur ísbjörn.
Hvíta ísbjörninn elti hvít gæfa:
Hann náði hvíta manninum, sem hafði náð hvíta refnum, sem hafði náð hvíta hrafninum, sem hafði náð hvíta hundinum, sem hafði náð hvíta kettinum, sem hafði náð hvítu rottunni, sem hafði náð hvíta unganum, sem hafði náð hvíta orminum, sem hafði náð sér eftir erfið veikindi.
Hvítur köttur útí hvítri mýri setti upp á sér hvítt stýri og úti er hvítt ævintýri.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 19:40
Visir.is
Mér hefur nú svo sem dottið í hug að það sé ef til vill ekki vel séð á þessum slóðum
hversu mjög ég vísa í fréttir á Vísi.is. Það kemur reyndar til af því að satt að segja
er þetta blogg eiginlega nokkurskonar útibú frá vísisblogginu mínu. En það lesa nú
ekki það margir þetta að það skekki verulega samkeppnisstöðu mbl.is!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2007 | 18:34
Sveitasæla
http://www.visir.is/article/20071125/FRETTIR01/71125031
Ennþá er fagurt í íslenskri sveit.
Uppá þar margt við bjóðum.
Þó sjást varla lengur beljur á beit
og bændunum fækkar óðum.
Það þótti nú reyndar fegurra í mínu ungdæmi að tala um kýr. Belja var hálfgert skammaryrði og eins var með rollu.
En þeim virðist fækka blaðamönnunum sem þekkja orðin kýr og kindur. Aftur á móti er alltaf freistandi stuðlanna vegna að tala um beljur á beit!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 10:25
Ekki boðið?
http://visir.is/article/20071105/FRETTIR01/71105001
Margur hópur uppvís er
að ýmiskonar neyslu.
Löggan vildi leika sér
og langaði í veislu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði