Alvöru blogg

Klukkan er að byrja að ganga tvö. Ætli það sé nógu framorðið til að birta svona færslu?

Þú ert fláráður fasisti
fífl og helvítis nasisti.
Þó virðist það verra
vönkuðum perra
að vera í rauninni rasisti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert kannske gamli myndlistarkennarinn minn??? Annars eru vísurnar þínar ágætar.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Jú, Hólmdís, og þú ein af fáum nemendum mínum!  Ég man eftir þér 

Hallmundur Kristinsson, 28.2.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og sonur þinn er væntanlega Hrafnkell Brimar?? er það rétt hjá mér. Ég er ekki myndlistarkona eins og ég held að þú vitir en fór og lærði mósaíkgerð (stutt námskeið) og þar fann ég mig en hef enga aðstöðu til að stunda það. Geri það í ellinni.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Já, kæri bloggvinur  hann er það. Einn af fjórum. Ég er líka að bíða færis til að vinna að myndlistinni. Kannski við gætum fengið aðstöðu saman ef við lendum á sama elliheimili!

Hallmundur Kristinsson, 28.2.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

He he... hljómar vel að myndlista í ellinni .

Ég ætla að læra á fiðlu á elliheimilinu,- þið viljið kannski ekki vera á sama elliheimili og ég !

Svo þegar tréskurðarnámskeiðið, spilakvöldin og danstímarnir eru ekki, þá væri ég til í að læra vísnagerð... Það er sko á elliheimilinu líka .

Hulda Brynjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég væri alveg til að vera á sama elliheimili og þú. Það er bara verst hvað þú ert andskoti ung! Ég er hræddur um að ég muni eiga nóg með að bíða eftir Hólmdísi í tíu ár eftir að ég fer á heimilið - ég þyrfti líklega að bíða eftir þér í tuttugu -  þá verð ég orðinn a.m.k. hundrað ára.   En allt í lagi, ég skal kenna þér vísnagerðina ef ég verð sæmilega ern 

Hallmundur Kristinsson, 29.2.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 128063

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband