Færsluflokkur: Lífstíll
6.4.2008 | 15:53
Til fyrirmyndar
Þessi mynd er úr Hafnarstræti á Akureyri. Bláa húsið er númer 31.
Það sker sig ekki úr heillegri götumyndinni, en hefur þó þá sérstöðu að vera u.þ.b. 90 árum yngra en hin húsin. Þarna var sem sagt fyrir nokkrum árum byggt nýtt hús með gömlu útliti. Nokkuð sem mætti gera meira af þar sem akkur er í að varðveita einhverjar heildarmyndir. Það eina sem er í rauninni frábrugðið að ytra útliti húsunum í kring eru gluggarnir, en þeir sitja heldur innar í veggjunum, sem eru allnokkru þykkri en í þessum gömlu timburhúsum.
Ég er þeirrar skoðunar að oft sé þessi leið hagkvæmari og betri til umhverfisverndunar; þ.e. að byggja nýtt frá grunni heldur en að halda upp á fáeinar heillegar spýtur úr illa förnum húsum, byggja í kringum þær, og telja svo að um uppgert hús sé að ræða, þótt harla fátt sé upprunalegt þegar upp er staðið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2008 | 20:56
Staka
Lítil sögn um loftin flaug:
Lævís væri syndin.
Hálfvitinn sem henni laug
hélt´ann væri fyndinn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 23:29
Gömul rómantík
Á síðari hluta uppvaxtarára minna eftir miðja síðustu öld var ég í héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal.
Þar blómstraði að sjálfsögðu nokkur rómantík og var það eigi óalgengt að strákur og stelpa hefðu viðdvöl
norðan við skólahúsið þar sem umferð og lýsing var í lágmarki. Haustið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum varð mér hugsað til staðarins með nokkrum trega:
Þess unga fólks er nú að Laugum leggur
leiðir sínar hrímkalt myrkvað haust
bíður enn að norðanverðu veggur.
Hann verður þarna sjálfsagt endalaust.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2008 | 19:39
Bara grín
Kveikjan að þessari vísu var bloggfærsla eins bloggvinar míns.
Sumir blogga bloggsins vegna;
blogg er þeirra grín.
Öðru máli er að gegna
með allflest bloggin mín.
Þetta er raunar bara grín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 20:41
Löng saga í stuttu máli.
var Skafti sem þrælaði í fabríku.
Hann reyndi hana við
að riddara sið.
Þau rækta nú tómat og papríku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 22:32
Þökkum liðið
Furðanlega fljótt af stað
fer um bæ með hraði
slökkvilið sem langar að
líta á fólk í baði!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 23:04
Ein limran enn
Eftirfarandi limra fjallar um hinn hagyrta rithöfund, Björn Andrés Ingólfsson, fyrrum skólastjóra á Grenivík. Að öðru leyti er hún algjör uppspuni frá rótum.
Hann Björn var í bland með tröllum,
bundinn trúnaði öllum,
og þegar hann var
þráspurður hvar,
þá kom hann alveg af fjöllum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 21:02
Fjármálaráðgjöf
felst í að eyða þeim varlega.
Ef laun eru rýr
og lífsbjörgin dýr,
þú enda skalt eyðsluna snarlega.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 22:48
Kona á hvítum hesti
Til bæja kom hesturinn hneggjandi
með hana á bakinu eggjandi.
Þá rann ég á reið
og renndi á skeið;
það fannst mér þá á sig leggjandi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 22:52
Brakandi góð limra
Nú trúi ég að einn bloggvina minna glenni upp glyrnurnar vegna þess að hann kannast vel við bæjarnafnið sem kemur fyrir í eftirfarandi limru. En ábyggilega er hann nógu glöggskyggn til að sjá að þetta er eins og stundum áður allt rímsins vegna!
Forðum á bæ sem hét Brakandi
var bóndinn á nóttunni vakandi.
Hann reis upp við dogg
og ritaði blogg.
Það reyndist honum svo slakandi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði