Færsluflokkur: Lífstíll

Auglýsing

Fyrir þessa bögublesa
er bloggið nokkuð stunda
þá er vel þess virði að lesa
vísurnar hans Munda!


Gallery Box

Í tilefni þess að Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri Gallery Box varð til eftirfarandi vísa:

Dagsins skímu lítur loks
listin eina og sanna
þegar nýtt og betra Box
bætir stöðu manna.


Ljósmæðraleysi

Eflaust er bara best að
búa sig undar það
að fyrst um sinn verði frestað
að fæðing eigi sér stað.

(Ekki svo að skilja að ég sé að fara að fæða)


mbl.is Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalings bangsi

Gæt hins andlega gróður þíns.
Gneyptur í Skagfirsku högunum
bangsi nú leitar bróður síns
sem barst hér á land á dögunum.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðsending

Ræðustúf að rita hér
mig rak í nauður
til að sæist að ég er
ekki dauður.

Vorboðinn ljúfi

Nú geta þeir andað rólegar sem lifað hafa í stöðugum ótta um að á okkur verði ráðist.

Brátt er kveðinn burtu vetur
berst um loftið dírrindí.
Mörgum líður mikið betur
með að heyra þotugný.


mbl.is Koma Frakka liður í Evrópuvæðingu öryggismála Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðvöðull

Hann Magnús ríki á Móalandi
var mikið fyrir að sóa landi.
Burtu hann fer;
brottrækur ger,
því bændurnir telja hann óalandi.

Gleðilegt sumar!

Fuglarnir tísta í mó og á mel.
Mýslurnar felast í lundum.
Gleðilegt sumar og gangi ykkur vel.
Þið gægist á bloggið mitt stundum!


Aðgerð á leghálsi

Ég las í Fréttablaðinu um nýjustu "fegrunar"??aðgerð sem ryður sér rúms meðal kvenna:

Græjar sig fyrir giftingu.
Gagnast þá margs kyns prjálið.
Fer svo í leghálslyftingu;
líklega er það málið.

 


Að taka veðrið?

Vafasamur veðurtekju
virtist staðurinn.
Eitthvað var hann úti á þekju,
aumingja maðurinn.
mbl.is Maðurinn á þakinu kominn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband