Þurrð

Nú vildi ég gjarnan eitt vísukorn rita
þótt vanti til yrkinga dug.
En auðvitað læt ég hér óðara vita
ef eitthvað mér dettur í hug!


Hmm. Dagur ljóðsins, já.

Ég er nú meira í lausavísunum. En í tilefni dagsins skelli ég hér inn einu, sem farið er reyndar að eldast.

Þegar loks héðan af foldu ég fer
og fjörið er storknað í æðum,
þá verður enginn sem man eftir mér
og mínum ágætu kvæðum.

Þá minnist mín enginn af íslenskri þjóð,
og enginn mun kvæði mín þylja,
því þegar ég yrki þá yrki ég ljóð,
sem enginn fær megnað að skilja.


2m

Frestast nú verða öll faðmlögin hlý.
Fulla tvo metra spanni
millibil þeirra sem eru nú í
almennu nálgunarbanni.


mbl.is 224 staðfest tilfelli kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Eru slæm ef að er gáð
örlög minna vona.
Vorið kemur vart í bráð
fyrst veðráttan er svona!


mbl.is Losuðu um 100 bíla á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herhvöt

Góðu konur, mætu menn!
Á meðan geisar veira,
höldum takti, yrkjum enn,
ekkert gleður meira.


mbl.is Tilfellin komin í 171 hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynslubolti

Mitt líf er töluvert meira en hálft.
Marga ég lífsgildru þekki.
Veröldin þykist oft sakleysið sjálft
sem hún í raun er þó ekki.

Smit (shit)

Alltaf þau smituðust meira og meira.
Magnaðist Covidsins flæði.
Núna þurfa þau Vírus og Veira
að vera í sóttkví bæði.


mbl.is Tólf þúsund bókað tíma í skimun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örsaga

Þótt hljómaði sunnudagssónatan,
sögðu þau bæði fátt
þegar Júlía Jónatan
játaðist -  á sinn hátt.


Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband