Án sérstaks tilefnis

Á öðrum fæti að hætti hanans
hreykja sér stundum enn;
losa sig mættu úr viðjum vanans
vithverfir stjórnmálamenn.


Atvik

Verknað áðan fúlan framdi.
Fékk af nokkurn hnjóð.
En vísan um hann sem ég samdi
var sæmilega góð.


Það sæmir nú varla að segja því frá
hve siðlítið atvikið var.
Ef nánari lýsingar fýstirðu að fá
þú fengir víst ekkert svar.


Yfirlýsingu vil ég þó veita:
Það var ekki beinlínis synd.
Að sjálfsögðu mætti svo öllu því neita
sem ekki náðist á mynd.


Yfir fátæktarmörkum

Maður nokkur sagði eitthvað á þá leið að það kostaði blóð svita og tár að komast til valda, og því skyldi maður þá ekki vilja halda í þau meðan stætt væri:

Í embætti langar að lafa.
Ljómum af völdunum stafa
Í sig og á
ætti hann þá
ábyggilega að hafa.


Oft er misjafn sauður í mörgu fé

Af gefnu tilefni þótti mér skemmtilegt að snúa upp á gamalt máltæki en það getur hæglega haft almenna tilvísun.

Þótt ýmislegt hæpið í ummælum sé,
ei skal ég tökin herða.
Margur er sauður í misjöfnu fé.
Mun það svo lengi verða.


Ekkert svoleiðis

Um það stundum heyrt ég hef.
Hérna um það krota;
Einhver keypti aflátsbréf
til ýmiskonar nota.


mbl.is „Eru ekki að kaupa sér syndaaflausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprunavottorð

Ég vil fá upprunavottorð. Upprunnin fyrir margt löngu. Ég er semsagt á eftirlaunaaldri. Ætla að selja upprunavottorðið til einhverra sem ekki hafa náð svo háum aldri til þess að þeir gætu hætt að vinna og fengið eftirlaun.


Mismunur

Talað er um að velmegandi aðila skorti skilning á kjörum hins sauðsvarta almúga:

Æði margir auði safna.
Augljóst með það lið;
að það hugsar alla jafna
öðruvísi en við.


Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband