Færsluflokkur: Ljóð

Í þágu jafnréttis

Sett er allt í sama hólf.
Síðan fjöldi talinn:
Karlmenn tveir og konur tólf.
Karlmaður því valinn.


mbl.is Fjórtán sóttu um starf skrifstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnir skólar

Stjórnvöld hafa víxlað vopnum
svo vaxi þeirra bit:
Halda stöðum öllum opnum
sem á eru flestöll smit.


mbl.is Kennarasambandið gagnrýnir jafnréttissýn Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnir

Þurfi menn að varast slæma vá
vinsamlegast á það nú ég bendi;
girða fyrir hættu þarf helst þá
þar sem hún er ekki fyrir hendi!


mbl.is Hertar aðgerðir „millivegur sóttvarnalæknis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafíþróttir

Inn á síðu eru hér
orðsendingar ljótar.
valdir að því virðast mér
vondir tölvuþrjótar.

Ásatandið er orðið ljótt.
Að þér gæti verið sótt
og þér verður ekki rótt
ef þú stundar rafíþrótt.


mbl.is Dularfull skilaboð á heimasíðu RÍSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langvarandi eftirspurn fyrirsjáanleika

Sóttvarnarlög má lina
svo leggist veiran á hina.
Lýð allan þá
langar að sjá
langtímaáætlunina.


mbl.is Biðröð minnir á ógnarlangan orm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dós

Góður hirðir. Gleði er ljós.
Gott að fólk sé nýtið.
Einhver fannst þar overdós.
En hvað það var skrýtið!


mbl.is 22 þúsund fyrir dós í Góða hirðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einum teyg

Maðurinn þekkti víst margskonar trikk.
Meyjarnar kunni að velja.
Svo hannaði hann einskonar ógeðisdrykk,
sem ekki má lengur selja.


mbl.is Slíta samstarfi við Arnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýring

Við leyfilegt velsæmi lentu á svig,
leiddir af hormónaflæðinu.
Einhvernveginn þeir áttuðu sig
illa á gráleita svæðinu.


mbl.is Ara sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfritarinn

Veirunni kom til varnar.
Varla að ég hafi séð hann.
Ákafur þessi Arnar.
Er ekki í lagi með hann?

 


mbl.is Hissa á Arnari „að spila þennan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband