Færsluflokkur: Ljóð

Fyrirmynd

Vart ég hann um græsku gruna,
þótt gagnrýndur sé af konum.
Að vitna beint í biblíuna
bitna nú kann á honum.


mbl.is Lætur tiltalið ekki stöðva sig og gagnrýnir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séra Davíð

Blessað getur bæði spé
og boðskap sinna feðra.
Kann að vera að karlinn sé
kunnugur í neðra.


mbl.is Orð Davíðs stangist á við siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýrnar féð og smalinn

Keppni um borgarstjórastól
stendur þeim til boða
sem koma heim á kvíaból
og kosti vilja skoða.


mbl.is Gera kröfu um borgarstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með böggum Hildar

Margt eitt þarf að meta og vega.
Málin þekkir Einar.
Víst er að hann vissulega
veit hvað Hildur meinar.


mbl.is Sjálfstæðismenn biðla til Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn

Að stjórna í borginni þung er þraut.
Þarf til þess réttan flokk.
Þétta skal meir við Miklubraut
svo megi hún komast í stokk.


mbl.is Framsókn geti kallað fram breytingar í bandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skal

Í meirihluta ég ætla inn
þótt erfitt reynist að mynd´ann.
Það er víst fráleitt í fyrsta sinn
sem fatlaður leiðir blindan.
 

mbl.is Þröng staða og stutt í patt í Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í baksýnisspeglinum

Karlarnir bjóða konum heim
sem kunnar eru af festu.
En langi menn að lyfta þeim,
liturinn skiptir mestu.


mbl.is Sigurður Ingi vill upphefja konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

290 strik

Í kosningunum var það mesta mildi
að mönnum tókst að kjósa eins og skyldi.
Og einhverjum það lífi gaf víst gildi
að geta loksins strikað yfir Hildi!


mbl.is Oftast strikað yfir Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur

Hérna birtist lítið ljóð;
lækið ef þið brosið:
Dagsins runnu djásnin góð
daginn sem var kosið.


mbl.is Dagur ekki enn hringt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband