Færsluflokkur: Ljóð

Skilningsskortur

Oftast er lunkin hún Lilja;
lýsir hún skýrt sínum vilja.
(Betlarar bænirnar þylja)
En Bjarni er ekkert að skilja!


mbl.is Misskilningur hjá Bjarna og umsögnin vanreifuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dregur úr risi

Býsna margir þekkja það
og þykir ekki miður;
Raunar marga róar að
risið falli niður.


mbl.is „Menn anda léttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiskerfið

Furðu oft er full til rýrt
fóðrið til að kýrin mjólki
Hér er talið heldur dýrt
að halda lífi í veiku fólki.


mbl.is Væri betri mönn­un í verk­falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bý á Reykjanesi - gisti fyrir norðan

Gjöful vistin gjarnan er.
Góðri lyst má flíka.
Verði gisting verðug mér
vil ég hristast líka!

mbl.is Skjálfti upp á 4,1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staddur fyrir norðan


Veðráttuna vil ég ekki niðra.
Vart er þetta svo sem illa meint.
Efalaust er rok og rigning syðra,
en ráðum beitt til þess það fari leynt.

mbl.is Allt að 18 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggulíf

Enginn veit neitt í sinn haus,
ekki nokkur furða;
í fyrrinótt var fjandinn laus,
flaug á þráðinn snurða.


mbl.is „Fjandinn laus þessa nóttina“ að sögn lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland úr ....


Hér er sól og sunnanátt,

sumarið í bænum.
Nató sýnir mikinn mátt,
mætir kostum vænum:
Fljúga um og hafa hátt
til heilla vinstri grænum.


mbl.is Hávaðasamar herþotur við Akureyri og Egilsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðríður komin heim

Komin er styttan á stall,
stolin og endurheimt.
Kvennanna bölvað brall
búið, en ekki gleymt.


mbl.is Styttan af Guðríði aftur sett á stall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já

Bíðið þið aðeins, sko þennan ég þekki;
þetta í sjónvarpi heyrði í gær:
Það sem ég sagði það sagði ég ekki,
sannleikinn blívur svo langt sem hann nær.


mbl.is Engar fjölskyldur til Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgni

Töltir hún hlýðin á troðinni slóð.
Tauminn ei stríkkar að sinni.
Enda þá hefur hin íslenska þjóð
eingöngu gullfiskaminni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband