Færsluflokkur: Ljóð

Ég ræð

Hér skal tefla minni mekt
á móti þínum vilja.
Allt er þetta eðlilegt
eins og gefur að skilja!


mbl.is Gagnrýni Miðflokksins komi úr hörðustu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissu fleiri

Skapast vá af veirum.
Vont að ná ei sátt.
Þetta fannst nú fleirum,
þótt færi ekki hátt.


mbl.is Ráðherrar tjáðu sig óvarlega og ófaglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumurinn

Til Vestmannaeyja er leiðin löng
og Langeyjarsandur baldinn.
Freistandi væri að grafa göng
í gegn um brimöldufaldinn!


mbl.is Göng slegin af vegna kostnaðar og óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja stiga viðbrögð

Vei þeim sem á verði sofna,
víst þá skamma má.
Vegna þessa strax ég stofna
stýrihópa þrjá.

mbl.is Setur saman viðbragðsteymi vegna neyðarástands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speki

Auðnu sína enginn flýr.
Ýmsir njóta hylli,
hvort sem þar að baki býr
brjálsemi eða snilli.

Skilningur óskast

Hérna vísu hef ég ort.
Hana set í letur.
Þennan leiða skilningsskort
skýra þyrfti betur.


mbl.is Skoða hvernig megi gera frumvarp Lilju skýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor á þingi

Í góðviðrinu ilmur vorsins angar.
Aþingis er vandamálið skýrt:
Umræðurnar eru heldur langar
og innihaldið stundum fremur rýrt.


mbl.is Telja umræðurnar hafa lengst of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Ísafirði

Óneitanlega við ýmislegt klár.

Uppá hann flest við höldum.

Hér kemur forsetinn bleikur og blár

beint uppúr sjónum köldum.


mbl.is Guðni stakk sér í ísfirskan sjó í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarri góðu gamni

Í valdastólsafmæli leikur sér lið
(og leiðindaprinsinn Harry?)
í söngvum og dönsum það dundar sér við
- en drottningin sjálf er fjarri.


mbl.is Drottningin mætir ekki á stórtónleika í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp spratt hópur

Matvælynjan getur verið glettin.
Gæta reynir vel að okkar hag.
Lætur nýjan spretthóp taka sprettinn
svo sprettan geti aukist strax í dag!

mbl.is Steingrímur stýrir spretthópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 129072

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband