Færsluflokkur: Ljóð

Annað sjónarhorn

Þó að hann málið vart þekki
á því mun  Bjarni ei gata,
enda þá hefur hann ekki
áhyggjur, líkt og Kata.


mbl.is Hefur ekki sömu áhyggjur og Katrín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan tíma missa

Ég held það væri best fyrir bæði

að byrja á eitt og tvö,

af því að þessi örvandi svæði

eru 27!

 

 


mbl.is 27 kynörvandi staðir líkamans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn

Vinstri græna varla skilja.
Vífillengjurnar
nægja ekki og nú þau vilja
nákvæmara svar.


mbl.is Svar Katrínar valdi verulegum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ledljós

Krabbadýrin fúsir fiska,
finna marga skel.
Ráð til að ná í risadiska
reynist bara vel.


mbl.is Vinsældir „risadiska-diskós“ ótvíræðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálalæsi

Mæld er upphæð af mikilli rausn.
Minnkuð aðeins til vara.
Er það í fjármálum alhliða lusn
ellilífeyri að spara.


mbl.is Alhliða lausn fyrir fjármálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris

Um hann víst sagður er allskonar hroði.
Álfarnir sleppa út úr hólnum.
Svo hangir hann eins og hundur á roði
á helvítis ráðherrastólnum!

mbl.is Hættir sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboðsraunir


K100


Listann illt var mjög að manna,
mestanpart því að
við höfðum engan heilaskanna.
Hrapalegt var það.


Ekki allstaðar klappað

Þetta virðist stöðugt stapp:
Strætó tefst á hringunum.
Er nú lengur ekkert klapp
(utan á bresku þingunum!).


mbl.is Klapp liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram streymir...

Frá mér svipað fullri lest
flaumur vísna streymdi.
Það er ljóst að þó var best
Þessi sem ég gleymdi!

Bðið upp í dans

Gott er að spá og spyrja.
Spurnir af þessum bransa:
Nú fer ballið að byrja
og blessaðir hestarnir dansa.

mbl.is Nú fer ballið að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 128827

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband