Færsluflokkur: Ljóð

Óvissa

Búast má við breyttun svip;
betri að mörgu leyti.
"Alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti!"


mbl.is Allri áhöfn Sólborgar sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturgöngur

Þar voru þandar taugar;
þvílíkur fítonskraftur!
Þá voru dáðir draugar
er druslurnar gengu aftur!


mbl.is Myndir: Druslur gengu aftur um miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétta málningin?

Afsakið, já aðeins bíðið,
yður við ég nefni:
ef þér vilduð verjast stríðið,
vantar betra efni!


mbl.is Málaði „stop war“ og var handtekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bót í máli

Verðlagið virðist hækkandi.
Vondur þykir sá fjandi.
Gott þó að fari fækkandi
fávitum hér á landi.


mbl.is Segir fávitunum fara fækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fyrirhöfn

Vel skyldi ávallt að verslunum hlúð
og viðskiptum. Gott er að heyra
sagt frá alveg hreint sjálfvirkri búð
svo að við keypt getum meira.


mbl.is Fyrsta alsjálfvirka matvörubúðin opnaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér og þar

Heldur lítið hafa að gera
hér um þessar slóðir,
en einhversstaðar verða að vera
vondir bæði og góðir!


mbl.is Áhyggjur af hjólhýsafólki í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skatturinn þarf húsaskjól

Stórhýsin rísa hlið við hlið;
hafa sum gert menn ríka.
Ört þýtur höllin upp á við.
Efalaust skatturinn líka.


mbl.is Höfuðstöðvar Skattsins „þjóta“ upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugkvæmni - Hagkvæmni

Landinn fær sér lokur þær
sem Litháarnir smyrja.
Hagnaðurinn hreinn og tær,
hann er rétt að byrja!


mbl.is Smurðar samlokur fluttar alla leið frá Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á salerninu

Mikið var sá maður lúinn.
Meðvitundin rofnaði.
En hvort var hann alveg búinn
áður en hann sofnaði?


mbl.is Sofnaði á salerni og missti af flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir í vinnslu

Umræða dagsins dökkleit er.
Degi er heitt í sinni.
Atburðarásin eftir fer
uppskrift úr Verbúðinni!


mbl.is „Eins og sena úr Verbúðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 128827

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband