Færsluflokkur: Ljóð

Ein limra enn

Margur er dauður dáður
sem dagana lifði smáður.
Hvílir þó hver
hvort sem hann er
fátækur eða fjáður.

Önnur limra

Lilla er hýr og hnellin,
hugmyndarík og brellin.
Það er nú ljóst,
sem þjóðin við bjóst:
Þessi limra er smellin!

Limra

Er ég verð orðinn að líki
er óskandi að drottinn ei svíki.
Og fái ég ferð
för verður gerð
upp í hátimbrað Himnaríki.


Farið fljótt yfir sögu...

Við fundumst á förnum vegi;
í fyrsta sinn kyssti ég þig.
Á sólríkum sumardegi
sagðist þú elska mig.
 
Síðan vorum við saman
í sextíu og níu ár.
Það okkur þótti gaman.
Þó féllu stundum tár.

Einmitt

Gullkorn falla á grýttan veg.
Glóa allar krísur.
Oftast kallar eins og ég
yrkja snjallar vísur.
 

JBH

Ýmsum verður oft til tjóns
óðalssetrið reisulegt.
Andsvar Guðna er til Jóns
eitthvað heldur peysulegt.

Hugleiðingar hermannsins

Lengi skal löndin efla.
Lýðinn að sjálfsögðu með.
Nú skal tekið að tefla;
til þess þarf fjölmörg peð.
 
Á voldugum valdastólum
vandalar sitja enn.
Óhikað tefla fram tólum
til þess að drepa menn.
 
Auðvitað ætti að banna
almættis stjórnin blíð
að líf mitt sé leikfang manna
sem langar að fara í stríð.

 


Hún Katrín

Atburði var útvarpað í beinni,
almennan það vakti mikinn fögnuð:
Katrín faug á orku rafmagns einni,
enda lengi talin vera mögnuð.


mbl.is Katrín flaug á rafmagninu einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að gera betur

Misjafnlega er mönnum rótt.
Margra breytist hagur.
Enda verður alltaf nótt
ef ekki er lengur dagur.


mbl.is „Góðir félagar, ég og Dagur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að rími

Útbreiddust eitraðir þörungar.
Öllum þótti víst  miður.
Vonandi að skeleggir skörungar
skeri þá alla niður.


mbl.is Telja eitraða þörunga að baki fiskadauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband