Færsluflokkur: Ljóð
5.10.2022 | 16:55
Ja, hvur skollinn!
Ótalmargt virðist annaðhvort
ómögulegt eða bannað.
Lítið gagn er að geta ort
og gera svo ekkert annað!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2022 | 23:20
Ég um mig frá mér til mín
Ég hef margt til brunns að bera.
Af bragsnilld á ég gnóttina.
Vegna þess nú vil ég gera
vísu fyrir nóttina.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2022 | 22:25
Tregða
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2022 | 23:09
Hugleiðing
Skipulag og regla kemur skapinu í lag.
Í skjóli tímans umfeðmingur grær,
vegna þess í rauninni að dagurinn í dag
dagurinn á morgun var í gær.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2022 | 18:03
Skáldatal
Varla þessu verður breytt.
Víst eru skáldin góð,
sem yrkja helst um ekki neitt
sín allra bestu ljóð.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2022 | 22:21
Hól
Stundum þarf maður á hóli að halda. Ef svo stendur á, og enginn hælir manni, þá verður maður auðvitað að sjá um það sjálfur:
Viskan er stórfelld og vart hægt að mæl´ana.
Verðleikar minna á forystuærnar.
Þar sem ég stend nú og þvæ á mér hælana
þangað kemst enginn með skítugar tærnar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2022 | 19:06
Án sérstaks tilefnis
Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2022 | 18:05
Úr litlu að moða
Nú telst ég vera í töluverðum vanda.
Takmarkanir eru settar mér.
Krónan sem ég hef á milli handa
harla lítið dugar ein og sér.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2022 | 15:52
Það sem ort er um
Klippt og skorin ort er oft
og einatt vísan snjöll,
en þessi er um lög og loft
og láð og hraun og fjöll.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2022 | 21:51
Pólitísk stefnumið
Þessar vísur eru langt í frá nýjar. En kannski að verða sígildar?
Fyrst skulu lægstu launin skert
svo lýðurinn bruðli minna.
Í leiðinni skal það líka gert:
að lagfæra kjörin hinna.
Forstjórum, greifum og frjálshuga sálum
fjármagn skal veita af rausn.
Auðvitað dugar í efnahagsmálum
engin skammtímalausn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- arnorbl
- holmdish
- olinathorv
- raksig
- jona-g
- marzibil
- steinunnolina
- natturbarn
- eythora
- svanurg
- saemi7
- eggmann
- mynd
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- moguleikhusid
- ktedd
- zeriaph
- huldumenn
- gudni-is
- sabroe
- baenamaer
- limran
- hof
- gudmunduroli
- vestskafttenor
- visur7
- vefritid
- hoskibui
- gattin
- jonvalurjensson
- rattati
- bardi
- dagursv
- elfarlogi
- janus890
- hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði