Færsluflokkur: Ljóð

Kulnun elda

Oftast málin eru snúin.
Illt að missa af gróða.
Ekki verða alltaf flúin
endalok hins góða.

Allt sem gott við áttum saman
orðið þreytt og lúið.
Nú er úti næturgaman.
Nú er gosið búið.


mbl.is Gosinu gæti hafa lokið í morgunsárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Spítalinn er auðvitað ekki í neinu þroti“

Að sjálfsögðu súrt er í broti,
en svarið um Lansann er að
auðvitað er hann í þroti
en ekki má tala um það.


Endurvekur "hetjumóðurina“ í von um að fjölga Rússum

Breyta nú skulum við mysu í mjólk.
Mjölið við gerum úr hýðinu.
Nú biðja vil  þjóð mína að framleiða fólk;
það farast svo margir í stríðinu.


Hætta fyrir skáld og hagyrðinga

Nú er gott að luma á lausnum
sem leysa mál og styrkja:
Ef við viljum halda hausnum
hættum við að yrkja!


mbl.is Brjóstmynd af þekktu skáldi stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamatur

Í Morgunblaði seisei sei
sá ég áðan klausu
um þann flotta Andra Frey;
að hann væri á lausu!


mbl.is Andri Freyr Viðarsson á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustað með hægra eyra

Hjáróma raddirnar þessar ég þekki.
Þetta eru vinstri flokkar,
vesalingar, sem virða ekki
vel þekktu lögmálin okkar.


mbl.is Þarf að undirgangast viðurkennd hagfræðilögmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ

Fyrr en oss varir er fjármagnið búið.
Það finnst mér auðvitað leitt;
ekki er á hungursneyðina snúið.
Snauðir fá ekki neitt.


mbl.is Snúin staða sem kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraun

Flugvallarmálið kom við kaun.
Komið er á blað:
Hví ekki að nota Hvassahraun?
Hvað er slæmt við það?

Á góðum stað þeir vilja völl.
Þar verðug rísi ferðahöll,
en um það vita varla baun
hvort velli  þar upp meira hraun!


mbl.is Ekki megi dæma Reykjanesið úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

Ekki verður óskasvið
alltaf kosið.
Illa passar veðrið við
vinsælt gosið.

 


mbl.is Um tíu bjargað úr Meradölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Flugvallarmálið kom við kaun.
Komið er á blað.
Hví ekki að nota Hvassahraun?
Hvað er slæmt við það?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband