Færsluflokkur: Ljóð

Íhlutun

Orti ég um veðrið eitthvert vorið,
sem virtist koma á himnafeðga hik:
-Haldið áfram þessu ef þið þorið!
Þá loks náði sólin sér á strik.


Um veðrið

Ort um veðrið eitthvert vorið fyrir áratugum síðan.

Því er líkt og það sé ennþá vet­ur.
Þannig virðist himna­feðga plott.
Ég held þeir ættu að hugsa þetta bet­ur,
hér er veðrið ekki nógu gott.

Ég sam­band við þá hafði að mín­um hætti,
í himna­ríki sendi tölvu­póst,
skrifaði að veðrið það mér þætti
þjösna­legra en við ég áður bjóst.

Ans­ar þessu svo minn hái herra,
hugs­ar málið tölu­verða stund:
„Trúðu mér, það gæti verið verra,
viltu ekki bara éta hund!“

 


Gamall og nýr ágreiningur hestamanna og landeigenda:

Skvera þyrfti upp skiltum nokkuð víða.
Skrifa það á áberandi stað
hvar má ríða og hvar má ekki ríða.
Hvernig væri best að orða það?

Oft er satt logið

Margur er heimskari en hyggur.
Horfir á frægðarstól.
Satt oft í lautu liggur
þá lygin er komin á ról.


(sjó)Mennskan er ekkert grín

Skamman spöl frá landi lagði
léttabátur við móðurskipið.
Undir þiljum þar einhver sagði:
Aldrei of seint í rassinn klipið!


Nægt vatn

Sterkur í vissunni stundum ég nefni
staðreynd í ýmsu máli.
Langreyðar þurfa vart eldvarnarefni;
engin hætta á báli.


mbl.is Eldvarnarefni mælast í hvölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svepparækt

Margt býr undir gerfigrasi.
Gæfu margir hreppa þó
einhverjir um þetta þrasi;
þarna leynast sveppagró.


mbl.is Sveppagró í nýju íþróttahúsi og aðgerða þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildstætt mat

Heildstætt vel að gögnum gá,
gjarnan málið styður.
Það sem ekki þörf er á
þarf að leggja niður.


mbl.is Lögin ná ekki yfir heildstæða skólaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk

Fyrir þann lýð sem líður skort
og lægsta unir kaupinu
gott væri að eiga gjafakort
og geta fengið í staupinu.


mbl.is Furðar sig á gjafakortum ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísa

Eru á mörgu ýmsir kantar,
eins og sjást mun hér:
Ef á bloggið vísu vantar,
virðist hún komin hér!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband