Færsluflokkur: Bloggar

Örslög

Glöggir hafa ef till vill veitt því athygli að innslög mín á blogginu eru allajafna fremur stutt. Það er einfaldlega vegna þess að mér leiðast langhundar. Þá eru nú bolabítar betri.......

Framsókn

Sem formanni þá finnst nú Guðna bara

að framsókn þurfi að skoða sjálfa sig.

Og gott er að hafa Valgerði til vara

ef vinstri sveifla ríður öllu á slig. 


Gott á Akureyri

Enn af suðrinu andar blær

innan fjögurra metra.

Veðrið sem var svo gott í gær

getur það orðið betra? 


Gott í Kópavogi

 Hvað á Gullfingri er gert
 gáð skal vandlega að.
 Horft sé á holdið bert
 hulið á réttum stað.

Upp í hvað?

Á bls.19 í DV í dag er smáinnslag undir nafninu plús eða mínus.  "Ari Edwald forstjóri 365 fær plúsinn að þessu sinni fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið og stinga rækilega upp í Agli Helgasyni á bloggsíðu Péturs Gunnarssonar." Fyrirgefið, ætli hann hafi ekki frekar stungið upp í Egil Helgason ellegar stungið upp í munninn á Agli Helgasyni?

Hjálpum þeim

Útgjöld þeirra illa verða flúin

sem eru að störfum Seðlabanka hjá. 

Vegna þess hve vinnan er þeim snúin 

varð að hækka launin þeirra smá.

Svei mér þá! 


Fól?

Ég var að blaða í mogganum og sá að Pétur Blöndal birtir í vísnahorninu sínu upphafsvísu mín hér á blogginu. Sem ég nú las vísu mína, mér til gleði og ánægju, datt mér í hug að að önnur hendingin hefði alteins getað verið:  - blundar mér fólið í - Ég læt lesendum eftir að velja  hvora útgáfuna þeir telji betri og nær sannleikanum, því hversu mikið bull sem kveðskapur minn kann að vera, þá leynast  oft í honum einhver sannleikskorn!


Til Egils

Þú hefur ótal þætti gert.

Þó er ekki allt sem sýnist.

Mest er sagt að sé um vert

að silfrið góða ekki týnist


Í djúpum

Eftir þessu öllu dæmt
ástand virðist heldur slæmt,
álykta um Egil hlýt
að hann sé í djúpum skít!

mbl.is 365 miðlar hóta Agli lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfskaparlýti

Það er þetta með lýtaaðgerðirnar. Ég held að það gæti nokkurs misskilnings varðandi þær. Að þær séu til að bæta úr lýtum. Þær verða nefnilega eins oft til að bæta við lýtum. Á ég þar ekki síst við hinar vinsælu brjóstastækkanir. Sem eru ekki aðeins stækkanir, heldur um leið formbreytingar. Breyta fallega löguðum brjóstum í kringlóttar bollur. Finnst það kannski einhverjum fallegt? Ekki mér. En ég er nú raunar myndlistarmenntaður og hef hugsanlega annað auga fyrir formum en margur annar.
Þegar svo við bætast tattó út um gumpinn og belginn þá finnst mér orðið nóg um sjálfskaparlýtin.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband