Færsluflokkur: Bloggar

(Áframhaldandi) Persónuupplýsingar

Ég er góður þjóðarþegn,
það er sannað.
Ég er líka grænn í gegn
og get ekki annað.

Persónuupplýsingar (takmarkaðar)

Pytti ég varast og pólitísk fen,
er prúður og góður drengur.
Og þótt ég sé fæddur með framsóknargen
þá finnast þau varla lengur.

Blogg.

Ég held að ég sé ekki mikill bloggari. Fyrir það fyrsta þykir mér blogg afar ljótt orð og leiðinlegt.Í öðru lagi er mér mjög til efs að margir munu slæðast inn á síðuna mína. Það er ekki liðinn sólarhringur frá því ég opnaði hana og 18 manns hafa opnað nýjar síður síðan þá, bara á blog.is. Það sýnir hvílíkur fjöldi síðna hlýtur að  vera  í gangi  og  einhvernvegin  finnst mér  að  síðan mín hljóti að týnast  í  öllum þessum fjölda. 


Upphaf.

Ég er að byrja að blogga.

Blundar mér skáldið í.

Nú er ég mættur hjá Mogga,

mikið er gaman að því! 


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband