Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2007 | 14:35
Að norðan II
Sveimandi hugana getur oft glatt
góða veðrið - og staka.
Hamingjuríkur ég segi það satt,
sólin er komin til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 23:09
Norðlenskar staðreyndir
Til að viðhalda ævafornum og meinhollum hrepparíg væri ekki úr vegi að dusta rykið af vísum sem ég setti saman fyrir fáum árum. Þær eru að sjálfsögðu sígildar og aldrei of oft kveðnar.
Hjá Skagfirðingum leynast fáir lestir,
því ljósir margir eru þeirra grönnum.
Og Húnvetningar hafa sjálfsagt flestir
hæfileika til að líkjast mönnum.
Að Þingeyingar séu manna mestir,
meining þeirra leyna sjálfir eigi.
En alltaf reynast Eyfirðingar bestir
þótt um það helst af lítillæti þegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 17:36
Lítillátur ljúfur kátur
Þessa vísu orti ég upphaflega um sjálfan mig, en breytti henni snarlega til almennrar skýrskotunar vegna eðlislægs lítillætis.
Ekki eru dáðir dánumenn
dauðir úr öllum æðum.
Vísurnar margar yrkja enn
ótrúlegar að gæðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 09:43
Að norðan
ég missi ekki á sumarið trúna.
Sannarlega mér sýnist hér
sunnanviðhúsveður núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 22:58
Kona
auga leið það gefur
að hún er í bóli best
og blíðust þegar hún sefur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 23:28
Er það ekki?
Eins og bjarmi af ástarbáli
eykur losta friðilsins
þeir sem blogga í bundnu máli
bæta ímynd miðilsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 19:44
Fríríki
Ég held að bæjarstjórann í Hafnarfirði langi til að stofna fríríki fyrir Alcan á uppfyllingu út frá Sraumsvík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 23:11
Ádeila
Er það margra siður
að yrkja bæði út og suður
en allramest þó niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 22:43
Af Jörundi
Þegar Jörundur Friðbergsson á Húsatóftum í Vestari-Miðfirði kom á
heilsugæsluna á Rauðasandi til skoðunar og var spurður hvort hann væri
ekki fastandi, svo sem fyrir hann hefði verið lagt,svaraði hann með
þessari vísu:
Fæðið skerða fráleitt vil;
Frjálslegt er það orðið.
Matnum gerði makleg skil
við morgunverðarborðið.
Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem hann heyrðist mæla stöku af munni
fram og höfðu menn raunar aldrei til þess vitað að hann væri hagmæltur.
Heimild: Þjóstólfur 3.tbl.8.árg bls.13 ofarlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 16:08
Enn um Hildi
Það má ekki málinu neita.
Mótlætið gerði hana feita.
Hún át bara og át
ekki með gát.
Það gengur nú svona til sveita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði