Færsluflokkur: Bloggar

Ekki boðið?

http://visir.is/article/20071105/FRETTIR01/71105001

Margur hópur uppvís er
að ýmiskonar neyslu.
Löggan vildi leika sér
og langaði í veislu.


Baráttan um verðið

Ugglaust geta allir séð
að ekki er grín á ferðum
þegar búðir berjast með
beittum tilboðs(s)verðum!

Algjörir englar

Okkar þjóð má ekki brengla.
Ötult liðið fer á stjá;
Vill hér enga Vítisengla.
En vopnagerðin funda má.

Svindl og samráð

Í verslunum oft eru vörurnar sviknar.
Verðið er bara feik.
Litlum af neistanum loginn oft kviknar.
Lúkas er kominn á kreik.

Næsta frétt:

http://visir.is/article/20071029/FRETTIR02/71029026

Dæmdur fyrir  að nauðga kynlífsdúkku.


Nýyrði

Ég heyrði skemmtilegt nýyrði í kastljósinu áðan:

Ung og fögur íhaldskona
upphóf sína raust,
flutti mál sitt fumlaust svona
fleipitungulaust!

 


Gleðitíðindi

Þau notuðu vonlausa vörn
vinirnir Magga og Björn
er sumt gerðu saman
sem þeim fannst gaman.
Nú eignast þau bráðlega börn.

Auglýsa skaltu náungann eins og sjálfan þig

Nú tóku menn eftir því  í Símaauglýsingunni margumræddu að bæði Jesús og Júdas skiptu við og Vodafon.
Það þótti símamönnum ekki nógu gott og kipptu auglýsingunni úr umferð til lagfæringar.

     Þeim hjá Símanum fannst það frekt
     að finna orma í sneiðinni.
     En er það nú kannski ekki kristilegt
     að koma þeim að í leiðinni?
 


Þetta er sko hugmynd....!

Lögreglan þjónusti þegna,
þeirra annmarka vegna.
Nú langar mig að
hún ljúki við það
að láta strákana gegna.
mbl.is Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt enn...

...sem fer í taugarnar á mér:  Bloggarar sem skrifa undir dulnefni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband