Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2008 | 20:32
Slæmt

Að heilbrigðir þurfi að hafast við á Kleppi
er heldur skítt ef lengi þarf að standa.
Væri ei ráð hjá Reykjavíkurhreppi
að reyna nú að laga þennan vanda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 21:18
Þó ekki væri
er stoltir í forsetakapphlaupið fara,
og því er það tæpast neitt undrunarefni
að Obama hugnist ei sæti til vara.
![]() |
Útilokar framboð með Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 19:39
Bara grín
Kveikjan að þessari vísu var bloggfærsla eins bloggvinar míns.
Sumir blogga bloggsins vegna;
blogg er þeirra grín.
Öðru máli er að gegna
með allflest bloggin mín.
Þetta er raunar bara grín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 22:52
Brakandi góð limra
Nú trúi ég að einn bloggvina minna glenni upp glyrnurnar vegna þess að hann kannast vel við bæjarnafnið sem kemur fyrir í eftirfarandi limru. En ábyggilega er hann nógu glöggskyggn til að sjá að þetta er eins og stundum áður allt rímsins vegna!
Forðum á bæ sem hét Brakandi
var bóndinn á nóttunni vakandi.
Hann reis upp við dogg
og ritaði blogg.
Það reyndist honum svo slakandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 18:43
Eftirsjá
Eftirfarandi stöku er að finna í Eyfirskum skemmtiljóðum, sem gefin voru út af bókaútgáfunni Hólum árið 2006.
Ég hef fengið góðfúslegt leyfi höfundar til að birta hana hér á blogginu mínu, enda ekki langt til hans að leita.
Hefur nakið heilabú
hrörlegt gamalt skarið.
Höfuðprýði hans er nú
hárið sem er farið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 01:06
Alvöru blogg
Klukkan er að byrja að ganga tvö. Ætli það sé nógu framorðið til að birta svona færslu?
Þú ert fláráður fasisti
fífl og helvítis nasisti.
Þó virðist það verra
vönkuðum perra
að vera í rauninni rasisti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2008 | 17:34
Bloggarar
Líklega af bloggi þeir láta nú senn,
liggjandi heima í fletinu.
Svívirða að mega ekki svívirða menn
svívirðilega á netinu!
![]() |
Dómi líklega áfrýjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2008 | 13:51
Aðgát skal höfð
Þegar ég lít yfir bloggfærslur mínar tek ég eftir að nokkuð margar þeirra fjalla á einhvern hátt um blessaðan karlinn hann Villa. Maður má passa sig að leggja menn ekki í einelti þótt þeir liggi vel við höggi. Það mættu fréttamenn raunar einnig íhuga.
Þótt ekki sé talað um boð eða bann,
bloggfærslur skyldu menn vanda,
og sparka ei með látum í liggjandi mann,
þótt líklega telji hann sig standa.
![]() |
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 20:15
Merklileg frétt m/skýringu

Oft eru stjórnmálin óttalegt baks.
Enn er margt sem truflar gamla hróið.
Í vinnuna sína komst Villi ekki strax,
vegna þess hann þurfti að skreppa á klóið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 18:50
Skoðanakönnun
Alltaf er þessi Gallups glirna
glögg méð rétta hæð í pólnum!
Samkvæmt henni Hanna Birna
hafna mun í góða stólnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði