Færsluflokkur: Bloggar

Heygarðshornið

www.visir.is  Guðlaugur Þór styður Vilhjálm sem borgarfulltrúa

Þótt fréttahaukar finni oft til svengdar
og fátt sem getur orðið þeim að mat,
þá verður heldur leiðigjarnt til lengdar
að lúta, vinda og staga gamalt fat.


Efnislítill fréttamannafundur.

Þótt fjallið tæki jóðsótt þá fæddist ekki neitt.
Fundurinn í Valhöll er nú búinn.
Villi sagði bara að það væri ósköp leitt
ef virðingu og trausti myndi hann rúinn.


Villi Vill

www.visir.is  Villi í BEINNI úr Valhöll

Hér ætlaði ég að blogga um þessa beinu útsendingu sem stendur yfir einmitt nú.
En svei mér þá - ég held ég sleppi því.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn


Einhverjir  virðast aumir í skrokknum,
aðrir í sálinni (lítið).
En auðvitað ríkir eining í flokknum;
annað væri nú skrítið!


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing

Netið í símann færðu frítt.
Mér finnst þú ættir að prófa.
Aðvitað getur þetta þýtt:
Þú átt að skipta við NOVA

Þetta er auglýsing


Huldukonur og huldumenn

Eitt er ágætt að blogglesendur mínir viti: Ég nenni yfirleitt ekki að eiga orðastað við dulmenni.
Það er nú bara þannig.

Vegna veðurs

www.visir.is  Farþegar aftur fastir í flugvél á Kelfavíkurvelli

Heimsferðavegir hastir
hér báru nýjan keim;
farþegar aftur fastir
og fengu ekki að komast heim.


Frænka

 Hvort sem henni kann að líka það betur eða verr, þá er nýráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra allmikið skyld bloggaranum hallkri.

Þótt standi enn Ólaf styr um,
strax mun því kippa í lag
framsóknarkona fyrrum;
frænka mín enn í dag.


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ

www.visir.is Fyrrverandi borgarstjóri klökknaði í ráðhúsinu

Þykkur moldviðrismökkur
mengar í kringum REI.
Vesalings Villi er klökkur.
Víkur þó ekki. NEI.


Bót í máli

www.visir.is  Fagfólk valdi fanga saman

 

Ekki þykir öllum gaman.
Allt þó málið bætti
að fagfólk valdi fanga saman
með fagmannlegum hætti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 128084

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband