VIGDÍS

Númerslausa nú má sjá
nefnda skýrslu liggja.
Einkanúmer ætti að fá
eftirá að hyggja.


mbl.is Skýrsla Vigdísar án númers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýring?

Ei var í bóli bráður,
en beið þess að verða fjáður.
Fullkomin vörn!
Þá flest okkar börn
fæðast sjaldnar en áður.


mbl.is Fæðingartíðnin í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk

Fólk á stjórnarfundi sat
að fjalla um hungurvarnir:
Borða ekki barnamat
borgarfulltrúarnir.


mbl.is Skólamaturinn ekki í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslan er ekki skýrsla

Lygaþvæla leiðist mér.
Lítið um þó hirði
skýrslugerð sem ekki er
einnar krónu virði.


mbl.is Ekki skýrsla í skilningi þingskapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SDG

Hásæti B-listans heldur víst enn;
hollustu fagnar með sann
nú þegar forhertir framsóknarmenn
fylkja sér allir um hann.

mbl.is „Þetta veitir manni kraft“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blómaskreytingar

Um dæmafáar skýrslugerðir skal nú rætt;
skitið í og óskapast og í sig tætt.
Farið upp úr förunum
í fráleitustu svörunum.
Lengi getur Vigdís á sig blómum bætt.

mbl.is Skýrslan ekki rannsóknarskýrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða læti eru þetta?

Þrifið skal ei þétt til kutans.
Þinginu ætti að hrósa,
fyrst minnihluti meirihlutans
mætti til að kjósa!

mbl.is Sigmundur undrast æsinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlegt

Toppsætum listanna tókst þeim að ná
með tilstuðlan björtustu vona.
Síðan hafa þeir áttað sig á
að enginn þeirra er kona.

mbl.is Karlar í þremur efstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerfigreind á Alþingi - taka tvö

Yfir því er löngum leynd
sem lögin hafa bannað.
Þingmenn nota gerfigreind
og geta ekki annað.

Mörg eru ráðin misjöfn reynd,
mjög þótt lítið gagnist.
Sagt er að á sýndargreind
sumir betur hagnist.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 129081

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband