Sjálfsmynd

Ég lærði í lifsins skóla.
Löngum var eitthvað að dóla.
Trekk oní trekk
þá tilfinning fékk
að á mig væri ekkert að stóla.


Það væri sanngjarnt

Ort hef ég mikið og málað smá.
Miðað við litla eyðslu,
fyrir þá vinnu vil ég fá
veglega bónusgreiðslu.


mbl.is Bónusgreiðslur Kaupþings samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljúgandi fær

Á þrautargöngu þá má sjá,
þumalputta sjúgandi,
sem hafa von um hagnað frá
Hollendingnum ljúgandi.


mbl.is Fékk aldrei greiðslu frá Middeldorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú það

Yrkja um Sigmund enn á ný;
ýmsir til þess stelast.
Vinsældir hans virðast í
því viðfangsefni felast.


mbl.is Píratar boða ekki til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður

Öllu stjórna er mér fært;
enginn rengi það.
Upp í málum enn skal hrært
alveg sama hvað!


mbl.is „Ætlar að snúa atburðarásinni við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma

Framsóknarflokknum ég sál mína sel.
Sjálfur hef engu að leyna.
Fyrst að þeim trumpótta vegnar svo vel
verð ég líka að reyna!


mbl.is Efi um haustkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að njóta náttúrunnar

Hérna er ljúfur lundur
að leggjast í - eða hvað?
Ég finn að það hefur hundur
hægt sér á versta stað!


Æ,æ.

Von er að falli ófleyg orð
og einhver fari að vola
þegar framið er mannorðsmorð
á meintum eineltisþola.


mbl.is „Gert til að koma höggi á flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigi skal menn í einelti leggja þótt frambjóðendur séu

Ég held ég geti sagt með sann
ég sé á þessu rófi;
að yrkja ei níð um náungann,
nema svona í hófi.

Mér leiðist sá lenski siður
sem líta má víða enn:
Sífellt að níða niður
næstum því heiðvirða menn.


Laust starf á Bessastöðum

Auðvitað væri það ágætt að fá,
frá almennu sjónarmiði,
einhvern sem verkalaun vill ekki sjá
en vinnur þar sjálfboðaliði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband