Veðurvísa

Þegar haustsins blíði blær
belgir sig og virðist reiður,
stinningskaldi styrkinn fær;
stormsins ferill verður greiður.

eða:

Stinningskaldi styrkinn fær,
stormsins ferill verður greiður,
þegar haustsins blíði blær
belgir sig og virðist reiður.

(Frjálst val )


Ærubót

Æran var broguð og bendluð við spillingu.
Bætt verður aftur í tímanna fyllingu.
Nafn hans mun ritað með glóandi gyllingu
svo geti hann meðtekið almenna hyllingu.


Úrelt lög

Helst skyldi ráðherra rekinn í frí
og rannsókn á málinu boðuð;
líklegt má telja að leiddi af því
að lög yrðu endurskoðuð.


Hreinsun

Yfir hvimleiðan ærublett,
sem angraði líkt og gengur,
var endurbætt mannorð óðar sett
svo ekki sæist hann lengur.


Eyjapistill

Ferjan úr Viðey hún flaut upp á land
og festist á röngum stað.
Engeyjarferjan nú einnig er strand,
ógangfær - nema hvað!


Haustið góða

Ráðamenn á rú og stú
ræða stöðu ljósa.
Eins mig fýsir alltaf nú
aftur að fara að kjósa.


Fallin (með fjóra komma níu)

Ráðslag manna í ríkisstjórn
reynist oft til lýta.
Stundum þarf að færa fórn.
Fallin spýta!

 


Stjórnmálaskýring

Litlu flokkarnir líta yfir svið
og láta hugana reika,
en D-listinn þarf að díla við
dálítinn ómöguleika.


Bj/svört framtíð

Framtíðin er frekar svört,
við fáum hana varla bætta.
Hún er ekki bara Björt;
best að hætta.

Ó!

Nú er þetta orðið nóg um sinn.
Nú er í skjólin fokið.
Nú tek ég pennann, pabbi minn;
perrabjörgunum lokið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband