Það mun hausta

Þótt ennþá reynist hitinn vera yfir tíu gráðum
og ennþá séu lauf á trjánum mörg hver býsna græn,
ég held við getum treyst því að haustið komi bráðum
og haldi sínu striki þó að leggist menn á bæn.


Hrafnabjargaþáttur

 

Höldum upp að Hrafnabjörgum.
Hér er reisulegur bær.
Sæl og glöð við Framsókn förgum.
Farið hafa betri ær.


Safna nú atkvæðum ætla ég mér,
ótalmörgum.
Blómstra mun samvinnuhugsjónin hér
á Hrafnabjörgum.


Efnileg virðast mér framboðin flest.
Fátt mun þó segja af einum.
Samvinnuhugsjónin heillar þá mest
sem helst ekki vinna með neinum.

 


Stutt heimsókn

Víst er hún nokkuð vindarík
og vætu má eftir taka;
gott er að koma í Grindavík
og geta farið til baka.


Vinnustofa Hallmundar

https://www.facebook.com/Halllist/?hc_ref=ARRjnkx57UYX3C8pKV-GoTFXZfnsRC84T0nqJZJRuQ3so9JFoChExbHZZX_w6boG8Dw&fref=nf&pnref=story


"Leyfið börnunum að koma til mín."

Leyfið


Baráttan hafin

Inni í framsókn þarf eitthvað að laga
ennþá mun barátta háð.
Grafið er undan Gunnari Braga,
sem gremst þetta ágætisráð!

Limra um Vigni sem fór út í rigninguna

Af hverju verður nú Vignir
votur þegar hann rignir?
Verða já,já
jafnblautir þá
tekjulágir og tignir.


Engin vísa

Veldur tæpast verri hag,
því vísur gefa ei borgun,
þótt enga vísu yrki í dag,
en eina kannski á morgun.


Frestun

Vísu strax ég gæti gert,
gullkornunum búna,
en held að það sé varla vert
að vera að því núna.


Langtímaspá

Það er ekki aðeins að þjóðin sé á hálum ís

í mörgu tilliti, heldur svo þunnum

að brostið gæti á hverju augnabliki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband