Greyið

Illt að mæla er ekki tamt.
Í honum góð er sálin.
Eitthvað virðist hann angra samt;
auðvitað heilbrigðismálin!


10,9

Allt mitt kann ég upp á tíu.
Engin brýt ég lög.
Nú er sagður sjóður níu
sögulegur mjög.

 
Ennþá með stolti í stólnum ég lafi.
stefnuræðurnar flyt.
Það eru margir sem halda að ég hafi
heilmikið fjármálavit.

XM (extra medium)

Sigmund Davíð sá ég vafra
suður á marga bæi
að sækja bæði sauði og hafra,
sitt af hvoru tagi.


Fátækt

Vísurnar taka að líkjast leir.
Ljóðagerð oft er snúin.
Nú reyni ég ekki að ríma meir
því rímorðin eru búin!


Ég er nú hræddur um það

Stjórnmálamennirnir ráðskast og rífast,
rétt um sólarlagsbil.
Margskonar lestir með þjóðinni þrífast.
Það er nú líkast til.


Vegnir menn og annar

Þótt sumir beri í bakinu
blóði drifna kuta,
látum bletti í lakinu
liggja á milli hluta.

Réttardagur nálgast

Sú fyrri birtist fyrir hálfum mánuði. Hin er ný.

Ráðamenn á rú og stú
ræða stöðu ljósa.
Eins mig fýsir alltaf nú
aftur að fara að kjósa.

Skammir dynja einum á,
öðrum margir hrósa.
Eins mig fýsir alltaf þá
aftur að fara að kjósa.


Margt er klofið

Vissulega er víða að sjá
verulega klofnun.
Einnig kljúfa ætti þá
útlendingastofnun.


Ja hérna!

Nú er illt í efni;
eitthvert skítaplott.
Að yrkja svona í svefni
er svei mér ekki gott!


Forherðing

Ótrauður ég að því stefni
að yrkja svo sem mér er tamt,
og þótt ég finni ekkert efni
yrki ég nú bara samt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband