...úti að slá á engi

Það sést varla eins og er
hvort engið sé heyjanlegt.
Hvað Sjálfstæðisflokkurinn sér
er svolítið teygjanlegt.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sér tvo vænlega kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En enginn við alla

Allir tala við alla.
Ástandið lítið breytt.
En hvað Bjarni er að bralla
Brynjar veit ekki neitt.


mbl.is „Það er enginn að tala við okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaskýring

Eftir ríkissjórn enn mun bið.
Allvíða birtast lokuð hlið.
Með sjálfstæðisflokkinn sér við hlið
samfylking hlyti andlátið.


mbl.is Allir eru að tala við alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Liðið var í taumi tregt.
Til þá sumir runnu.
Þetta var nú leiðinlegt,
Loga fannst - og Sunnu.


mbl.is Hissa á útspili Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti/valtari

Ekki um of skal færst í fang.
Frekar að því hyggja;
öruggari yfirgang
ættum við að tryggja.


mbl.is „Boltinn er hjá formanni VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snurða

Einingu alveg nægri
ekki tókst þeim að ná.
Sigurður hugsar til hægri;
hann er með augun blá.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kötukvæði

Margur hér við miklu bjóst.
Mun þó orðið nokkuð ljóst
að allir þurfa að færa fórn
sem fara vilja í ríkisstjórn.


mbl.is Ekki farin að útkljá einstaka þætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sveitinni

Að Syðra-Langholti er setið og rætt
saman um helsta málið;
um hvernig helst muni ástandið bætt
svo unnt verði að súpa kálið!


mbl.is Málefnunum skipt í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir um og eftir kosningar

Ekki í fyrsta sinn sem rímið gerist nokkuð ráðríkt.
Mér datt bara alveg óvart í hug að Arna rímar við Bjarna.
Var þá ekki að sökum að spyrja:

Fögur er Áslaug Arna.
Allt það sem ber á góma
rímar sem best við Bjarna;
bæði þau fagurt ljóma.
Rulluna þylja þarna
með þverpoka sína tóma.


Báru sér við hægri hlið
hefðarmerki tigið,
þar í bundu vitið við
svo væri ekki í það stigið.


Nú má fara í flöskustút.
Flestir við sig bæta,
nema þeir sem þurrkast út
og þurfa ekki að mæta.


Sumir vinna. Sumir tapa.
Sumra gengi er að hrapa.
Einhverjir af undrun gapa.
Aðrir huggun reyna að snapa.


Birtir yfir landsins lýð
að loknu mesta atinu.
Bráðum kemur betri tíð
með blóm í hnappagatinu.


Hér þeir eflaust hefja spil
sem hafa réttan kóða;
brátt mun Guðni bjóða til
boltaleiksins góða.


Stundum eitthvað styttast bilin.
Stundum fer þó allt í lás.
Nú er þörf að spá í spilin;
Spurning hver á hvaða bás.

 

 


Söngur dýralæknisins í Hálsaskógi

Bændur horfa til beggja átta,
byr mun ráða för,
langar þá að leita sátta
með loforðum á vör.
Með íhaldið á aðra hönd,
og alþýðu á hina
er freistandi að binda bönd
og brúa á milli vina.


mbl.is Sigurður vill líka fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband