Tilvonandi forsætisráðherra:

(Endurtekin bloggfærsla vegna villu í fyrri útgáfu.)

Mér er frjálst að fara af stað,

en ferlið verður snúið.
Látið mig sko þekkja það;
þetta er ekki búið!


Stjórnarmyndun

Dálítið villta vinstra pakk,
við ykkur segi ég: Takk takk takk.
Sigurður Ingi, áfram gakk;
útbúum handa Bjarna snakk!


mbl.is Atkvæðin komu Katrínu ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ullen dullen doff

Af fundinum langa það fréttist ei neitt.
Fáu mun hægt að lofa.
Átökin magnast og þau eru þreytt
og þurfa að fara að sofa.


mbl.is Fundi slitið hjá VG – „Þetta stendur í þeim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur

Góðan tíma ég gaf þessu.
Gott það er komið af stað,
en hef nú áhyggjur af þessu,
ég verð að segja það.


mbl.is Líklega látið reyna á stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án titils

Að tunglið sé úr tómum osti
talað hefur verið um.
Varla er á verri kosti
völ en sést í kortunum.


mbl.is „Þetta hefur bara gengið vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðslustjórn

Sú stjórn mun lifa þeim óttanum í
að endast rétt fram yfir jól
og hræðslan felst þá víst helst í því
að hafa ekki lengur stól.


mbl.is „Hræðslustjórn“ í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnismiði við stjórnarmyndun

Hverju má sleppa og hvað þarf að efna
hvernig er best að ég opni?
Að betri og traustari stjórn vil ég stefna
með stöðugleikann að vopni.


mbl.is Ríkisstjórn stöðnunar blasi við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flétta

Ef gerist konan stutta stoð
og stytta beggja karlanna
verður þetta miðjumoð
sem mætir þörfum jarlanna.


mbl.is Tilboð um að leiða góða stjórn stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í pólitíkinni

Seint munu verða Alþingi á
allir í sömu flíkinni.
Í þetta margir spekingar spá;
spurning hvað líður tíkinni.


mbl.is Flokkurinn metur árangur samtalanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband