Brot

Ég ákæri, sagði Selma 
og síðar bættist við Telma.
Það sögðu þær;
við þoldum í gær
áreiti einhverra skelma.


Viðbúnaður

Starfshópur Almannavarna er vökull;
viðbragðsáætlun tilbúin er.
Ekki er vitað hvað Öræfajökull
ætlar að gera og hvernig það fer.


mbl.is Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræringar

Margt hefur vinstrið að varast.
Við það hægrið nú skarast.
Samt halda menn ró
í hafróti þó
að himinn og jörð séu að farast.


mbl.is Telja himin og jörð ekki að farast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Katrín!

Gengið er heldur að hrapa!
Hún er þó enn að streða,
en kemur til með að tapa
talsverðum fjölda peða.


mbl.is Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur íslenskrar tungu

Títt er mér hugsað um tungunnar hag;
tæpast get áhyggjum leynt.
Málvernd við þurfum að móta í dag!
Á morgun það verður of seint.


mbl.is 65 fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu

Þau eru iðin og þau eru klók,
þau eru ýmislegt fleira
og auðvitað standa sem stafur á bók
stóru loforðin þeirra.


mbl.is Sigurður Ingi: „Klókt útspil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúlluterta?

Í mótið er komin hin margrædda kaka,
sem minnst er í flestra bænum.
Svo þegar við erum búin að baka
bjóða þarf Vinstri grænum.


mbl.is Ræddu við aðila vinnumarkaðarins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skamm skamm

Þeir sem á karlinum klekkja
og kannski vilja hann svekkja,
boðorðið þyrftu að þekkja:
Það er sko ljótt að hrekkja!


Allir slakir bara

Það sjást mun betur og betur
hvað blessunin litla getur.
Við bíðum og sjáum hvað setur,
hvað setjandi er á vetur.


mbl.is Létt yfir formönnum á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að reyk og loga

Flokkar þrír í ljúfum leik
Loga gerir smeykan,
en vonandi að hann vaði reyk
varðandi stöðugleikann.


mbl.is Þeirra hugmyndir greinilega nær mínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband