Gjaldið biskupi það sem biskups er

Oft um kirkjuna standa styrir,
stundum er tíund þúsundföld.
Til þess er biskup að bera hann fyrir;
best að hann fái makleg gjöld.

mbl.is „Leiðréttingar eftir 12 ára kyrrstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðstaráð

Dómsmálaráðherra, svo er nú sagt,
sannmælis ætti að njóta:
Með úrskurði hefur hún línurnar lagt:
Lög eru til þess að brjóta.


mbl.is Vilja byggja upp traust eftir skell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður

Varla skal eytt í óþarfa,
ekki þeir fái baun.
Nóg er að þeim sem þó starfa
þurfi að borga laun.


Ekki skal eytt í óþarfa

Hvað hefur gagnslaust gamalt fólk
að gera með auraráð?
Það kaupir varla svo mikla mjólk
eða mat þegar að er gáð!


Vel skal borgaður biskup

Vaska þarf stundum dökkan disk upp
og díla við aflið myrkt.
Gætum þess þá að beri biskup
úr býtunum afturvirkt.


mbl.is Laun biskups hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnarmiðun

Töluvert mikið er talað um hér
takmörkun fjármunaveitingar.
Lausn á þeim vanda er fúlgan sem fer
í flóknar skipulagsbreytingar.


mbl.is Fyrstu umræðu um fjárlög lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðismál

Forstjóri heilbrigðisstofnunar norðurlands segir að ekki sé gert
ráð fyrir norðlendingum í fjárlagafrumvarpinu hjá Bjarna:

Á velsæld og heilbrigði vil ég mig glöggva.
Vandi er mörgum að komast til auðs.
Eiginlega skal helst ekki höggva,
heldur má dreifbýlið svelta til dauðs.


Heyrðu snöggvast ...

Ekki sýnist sundurlyndið
samstarfinu varna.
Greinilega er græna bindið
gjörð um háls á Bjarna.

mbl.is Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#

Of mikil tiltrú á mannanna mekt
er meyjanna vandi
og margt það sem kallað er kynferðislegt
er karllægur fjandi.

mbl.is Reyndi að nauðga læknanema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lok

Nú eru fastir kúnnar Kosts
klökkir - þér að segja
milli yfirliðs og losts,
langar helst að deyja.


mbl.is Kúnnar Kosts hálfklökkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband