Bara grín

Eins og líklega allir sjá
yrki ég til að sýnast
og segi ég eitthvað sem ekki má
er ég bara að grínast!


Undir feld

Atorka mín er að ég held
eitthvað farin að dvína.
Ég ætla að leggjast undir feld
og íhuga stöðu mína!


Í fjötrum fátæktargildrunnar

Vesældin fylgdarmær verður nú því
varla er um annað að ræða
en gefa dauðann og djöfulinn í
dásemdir lífsins gæða.


Lauga

Vesalings litla Lauga
löngum glímir við drauga,
sem oftar en ekki
ástunda hrekki,
en þá eru þeir að spauga.
 
 

Eftir jólin

Mönnum gengur misjafnlega
að missa burtu kílóin.
Á Akranesi allavega
ennþá tolla sílóin.


mbl.is Sílóin standa enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í svefnrofunum

Ég mundi í morgunsárið,
er maginn var fylltur graut,
að liðið er enn eitt árið
í aldanna skaut.


Kötukvæði hið nýrra

Á milli vinstri og hægri hefur
hyggst reisa brú.
Býsnin öll á bátinn gefur
þótt bili ei trú.

Er í brúnni burðarás
en babb ekki leyst.
Hefur kannski hurðarás
um herðar sér reist?

Tæpast Vinstri grænum gróður
góður af hlýst.
Þetta er nokkuð þungur róður,
það eitt er víst.


Forsætisráðherra í Kastljósi

Óskýr Katrín ekki var.
Engu þarf að kvíða.
Samtal hér og samtal þar,
samtal nokkuð víða.

Gleðilegt nýjár

Mörgum er samtíminn fengsæll til fjár,
þeir finna til gæfunnar sinnar,
en glæst er ei vonin um gleðilegt ár
í gildrum fátæktarinnar.


mbl.is Ríkisráð fundaði á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtalið

Taka skal samtalið eins og það er;
efnið pólitísk boðun:
Má kannski bíða, en á meðan þá fer
málið í heildstæða skoðun.


mbl.is Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband