Tímabundið

Orkuvandi ýmsum gerður.
Ásökunum hrundið.
En staðfest er að stefnan verður
stjórnlaus tímabundið.


mbl.is Leituðu til borgarstjóra vegna brota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkan

Út frá störfum ýmsir gengu.
Ástæðurnar mörgum kunnar.
Karlar jafnt sem konur fengu
að kynnast orku náttúrunnar.

mbl.is Bjarni stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og með sínum anda

Hugsanlega við höfum misst
helgun á kirkju vorri.
Endurvekur okkar Krist
ekki heilagur Snorri.


mbl.is Herða eftirlit eftir helgispjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halelúja

Andann helga allir nú
oss til munns við leggjum.
Beikon er mín bjargföst trú
- best með spældum eggjum.

mbl.is Beikon-presturinn gifti í dalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Ljósmæður þá hafa þagnað
og þreyja nú störfunum í.
Nú getur fólkið því fagnað
og framleiðsla hafist á ný.


mbl.is „Komum vonandi aldrei saman aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ský

Hvað boða þessi blessuð ský?
Ég botna ekki neitt í því.
Að hugsa um þetta er mér um megn:
Meira regn og aftur regn!

tásur


mbl.is Skammgóður vermir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnum og hröfnum að leik

Á Lögbergi helga hrafnar séð
höfðu ei grænjaxla lyngsins,
því flestir voru að fylgjast með
forseta danska þingsins.


mbl.is Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl?

Í rýran ríkissjóðinn
rentur gætu bæst
þegar gjörvöll þjóðin
á Þingvöll skundar næst.


mbl.is Pia hæstánægð með Íslandsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá samninganefnd ríkisins

Að með hækkun fari flest
til fjandans ber að hræðast.
Það væri kannski bara best
að börnin hættu að fæðast!


mbl.is Leggja ekki fram nýjar tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að forðast eins og pestina

Að með sér bæri Pía pest
Píratar höfðu spurt
og Helga Vala hélt það best
að hafa sig þegar burt.


mbl.is Píratar gerðu engar athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband