Kæri Jón

Á ríkissjóð er rekstrarhalli.
Ruggum ekki bátnum.
Vitanlega verjum falli
vini okkar státnum.


mbl.is Vantrauststillagan felld á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert droll!

Umsagnir og allskyns pot
er að nálgast þrot.
Afgreiða þær eins og skot!
Annað væri brot.


mbl.is Spyr hvort meirihlutinn muni standa með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndskeið af markinu

Á Dalvík var Höttur í harkinu.
Honum gekk vel í þjarkinu.
Ástrali mynd tók af markinu;
meistaralegu sparkinu.


mbl.is Náði óvart myndskeiði af markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerking?

Höndla Palli Villa vill
vonsku Kjarnamanna.
Staða hans er heldur ill.
Hamingjan sanna!


mbl.is Páll sekur um meiðandi ummæli gegn Kjarnamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöxtur vaxta

Raun er flestum rex og pex.
Ráð er oft að þegja.
Margt er það sem vex og vex;
vextir meira að segja!


mbl.is Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúran vaknar

Úr vísnasafninu mínu

Nú eru margir sem náttúru hlýða.
Nota má hverskonar orð milli vina.
Karlar í þorpinu röggsamir ríða
rauðsprettunet fyrir vorvertíðina.


7,5%

Verðbólgan er vondur siður.


Varla fer hún leynt.


Óskum þess hún náist niður.


Nú skal það víst reynt.


mbl.is „Algjört forgangsmál að ná verðbólgu niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram veginn

Nú í morgun komst á kreik
kunnuglegur texti:
Hugdjörf áfram höldum leik;
hækkum stýrivexti!


mbl.is „Við getum ekki beðið eftir neinum öðrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baklandið

Á milli sælu og sorgar
svífur um gengið valt.
Stígur í baklandi borgar
borgar sig þúsundfalt.


mbl.is Stígur í baklandi borgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pabbar­ant

Ég vil gjarnan leggja lið
í leikjunum, en bíðið við;
mér finnst þörf að minna á
að maður sjálfur byrji inn á!


mbl.is Eiður Smári skýtur föstum skotum á Gumma Ben
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband