Verndum lægstu launin

Ríkisstjórnin kom við kaunin.
Klækina hennar vel ég þekki:
Hún mun vernda lægstu launin,
líkast til svo þau hækki ekki.


mbl.is Beint: Katrín ávarpar landsfund VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndin mikla

"Mikil leynd hvílir yfir þessari örlagaferð, til að tryggja öryggi íslensku ráðherranna..."

Leyndin felst aðallega í því að auglýsa ferðir þeirra í ríkisútvarpinu.


Útlit

Mörg hefur fögur mærin þóst,
á myndverkin ekki spör:
Aflitað hárið, blásin brjóst
og bólga á neðri vör.

Gul andlit?

Óperan, stolt fyrir þessa þjóð.
Þó heyrast bjöllur hringja.
Verst er ef þau, svona væn og góð,
vita ekki hvað þau syngja.


mbl.is Vísar ásökunum um rasisma á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlegar tölur

Ytri og innri spenna
oft veldur mönnum kvíða.
Tölur má kynlegar kenna
í kerfinu nokkuð víða.


mbl.is Kynsegin einstaklingum fjölgað um 75 prósent 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Leyndarhvoli

Enn er þráspurt.Við því voli
vilja ýmsir sporna.
Lindirnar á Leyndarhvoli
lengi eru að þorna.


mbl.is Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð um félagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheyrn

Ljóslega var það að vonum
að virtist mér töluverð frétt:
.... útrýma kynbundnum konum!
En kannski ég heyrði ekki rétt.

Of kalt til að yrkja

Köld er nepjan. Kuldatíð
kælir höfuðleðrið.
Nú ég ekki nokkra hríð
neitt vil yrkja um veðrið.

Átök á Alþingi

 
Brýnt er enn að bæta störf
og beita ráðum slyngum,
en fyrst þó á því finnst mér þörf
að fjölga lögfræðingum!

mbl.is Báðum þótti „skýrt“ hvar lögin liggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá Alþingi

Þingmanna slepjuleg slorseta
slæðist í þingsalinn:
Málþóf í fundarstjórn forseta
farin að verða inn?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband