Oft var þörf...

Þörf er á við þetta ræðum.
Það skal í flýti reynt.
Deitað skal á dvalarstæðum.
Dásamlegt alveg hreint!


mbl.is Hvílustæði í staðinn fyrir bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningur héraðsskjalasafna

Á milli fyrri og okkar alda
er að myndast gloppa.
Því mun lítil þekking valda.
Þetta verður að stoppa!

Ort fyrir 9 árum.

Þær reyna allt sitt besta þótt þær heldur séu hrumar,
hamingjan og gæfan, tvær sem úti eru á labbinu.
Þó gefi eftir atvikum sem gleðilegast sumar
gaurinn uppi á himninum sem stjórnar öllu klabbinu!


Silfurmoli

Alltaf er lífið í borginni best;
batnandi hagur.
Í umræðu Silfursins fegraði flest
fallegur Dagur.

Ekki þjófar

Vagni sínum þau velja stað
á vegi guðs misvel förnum,
en stefnan er ekki að stunda það
að stela fermingarbörnum.


mbl.is Hafna því að hafa „stolið“ fermingarbörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýji drykkurinn

Margir hann bergja brosandi
sem berjast við skítalyktina.
Hann er svo hægðalosandi;
hefur áhrif á þykktina.


mbl.is Hægðalosandi aukaverkanir á nýjum drykk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvaðning

Ef í stríði illa fer,
allir þurfa að berjast,
þá er gott að hafa her
og hæfni til að verjast.


mbl.is Gætum kvatt 38 þúsund manns í her
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl Gauti og Íris

Saman elda silfur grátt.
Sýnist lítið gaman.
Vonandi að þau verði sátt
við að starfa saman.


mbl.is „Hann var fríaður af öllum áburði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að breyta

Eiginkonan snjalla bóndann snoðar.
Snyrtilegra útlit mun hann fá.
Mynd af hausnum borgarstjóri boðar.
Býsna verður spennandi að sjá!


mbl.is Borgarstjóri boðar mynd af sér með broddaklippingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fréttablað

Deila margir djúpri sorg.
Döpur er hún Lilja.
Beygðan huga ber á torg.
Bráðum leiðir skilja.


mbl.is Segir brotthvarf Fréttablaðsins sorglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband