Það er nú það

Aðalgalli þessarar vísu er sá að ég hef ekki græna glóru um hvað höfundur hefur í huga:

Eitthvað þó komið í ausuna sé
ekki mun sopið kálið.
Árangursríkast að útvega fé
og einhenda sér í málið.


Flugþrá

Lítil rotta laumast um borð,
langar að geta flogið.
En sjálfsagt er best að segja ekki orð
svo að engu sé logið.


Skin og skúrir

Sólin brosir. Bætir haginn.
Brátt þó kemur vætan.
Og að þurrt sé allan daginn:
Óhugsandi. - Glætan!!


Gleðiefni

Geta mun nú glaðst hver raftur
sem grunar að ég sé
byrjaður að yrkja aftur
eftir nokkurt hlé.


Lægð

Lengi hef ég lítið ort
í lífsbókina mína.
Snautlegt. Málið snýst um hvort
snillin sé að dvína!


Þoka

Ég átti leið yfir Holtavörðuheiði í dag. Þar var skyggni svo lélegt að ég þurfti að horfa í baksýnisspegilinn til sjá þó allavega bíllengdina!

Uppi var þvílík þoka;
ég þurfti sko út að moka!
Það getur víst gerst
að gjörningur berst
sem reynir leiðum að loka.


Lögreglumál

Víst er að ofbeldisfréttunum fengur,
fagna má batnandi hag.
Nú eru engin leyndarmál lengur
hjá löggunni okkar í dag.

Það sá ég í Fréttablaðinu.


Án titils

Misjöfn eru lífsins laun.
Lítill mannsins hróður;
kargaþýfi, klungur, hraun
og kyrkingslegur gróður.


Áminning

Vert er að íhuga vandlega,
vinur minn, hver sem þú ert;
að afhausa manneskju andlega
er ekki fallega gert.


Landlega

Hún greiðir sér vel og vandlega.
Virðist í jafnvægi andlega.
Örlar þó á
einhverju smá....
Það er að líkindum landlega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband