25.9.2015 | 17:22
Það er nú það
Aðalgalli þessarar vísu er sá að ég hef ekki græna glóru um hvað höfundur hefur í huga:
Eitthvað þó komið í ausuna sé
ekki mun sopið kálið.
Árangursríkast að útvega fé
og einhenda sér í málið.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2015 | 12:21
Flugþrá
Lítil rotta laumast um borð,
langar að geta flogið.
En sjálfsagt er best að segja ekki orð
svo að engu sé logið.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 17:29
Skin og skúrir
Sólin brosir. Bætir haginn.
Brátt þó kemur vætan.
Og að þurrt sé allan daginn:
Óhugsandi. - Glætan!!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 14:39
Gleðiefni
Geta mun nú glaðst hver raftur
sem grunar að ég sé
byrjaður að yrkja aftur
eftir nokkurt hlé.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2015 | 09:41
Lægð
Lengi hef ég lítið ort
í lífsbókina mína.
Snautlegt. Málið snýst um hvort
snillin sé að dvína!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2015 | 21:20
Þoka
Ég átti leið yfir Holtavörðuheiði í dag. Þar var skyggni svo lélegt að ég þurfti að horfa í baksýnisspegilinn til sjá þó allavega bíllengdina!
Uppi var þvílík þoka;
ég þurfti sko út að moka!
Það getur víst gerst
að gjörningur berst
sem reynir leiðum að loka.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2015 | 20:12
Lögreglumál
Víst er að ofbeldisfréttunum fengur,
fagna má batnandi hag.
Nú eru engin leyndarmál lengur
hjá löggunni okkar í dag.
Það sá ég í Fréttablaðinu.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2015 | 20:59
Án titils
Misjöfn eru lífsins laun.
Lítill mannsins hróður;
kargaþýfi, klungur, hraun
og kyrkingslegur gróður.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2015 | 00:08
Áminning
Vert er að íhuga vandlega,
vinur minn, hver sem þú ert;
að afhausa manneskju andlega
er ekki fallega gert.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2015 | 22:19
Landlega
Hún greiðir sér vel og vandlega.
Virðist í jafnvægi andlega.
Örlar þó á
einhverju smá....
Það er að líkindum landlega.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skruddublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
arnorbl
-
holmdish
-
olinathorv
-
raksig
-
jona-g
-
marzibil
-
steinunnolina
-
natturbarn
-
eythora
-
svanurg
-
saemi7
-
eggmann
-
mynd
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
moguleikhusid
-
ktedd
-
zeriaph
-
huldumenn
-
gudni-is
-
sabroe
-
baenamaer
-
limran
-
hof
-
gudmunduroli
-
vestskafttenor
-
visur7
-
vefritid
-
hoskibui
-
gattin
-
jonvalurjensson
-
rattati
-
bardi
-
dagursv
-
elfarlogi
-
janus890
-
hross
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Formúla 1
- Íþróttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði