Án fyrirsagnar

Eins og ég hef áður sagt,
og óþarft mun að kanna,
er mér það til lista lagt
sem limrur mínar sanna.


Vísnagerð

Að gera vísu er göfugt starf
sem gagnast á við messu.
Um þá staðreynd yrkja þarf
eina rétt í þessu.


Vandræði vísnagerðarmanns

Vísnagerð virðist snúin
þótt verði hún tæpast flúin.
Í ljóðstaf er lagt,
en langflest er sagt
og rímorðin bráðum búin!


Svín

Fjölmiðlar raunsæir rýna,
rannsaka málin og hrína;
frétt eftir frétt,
fráleit en rétt
er varðandi velferð svína.


Skáldið

Íhugar skáldið og yrkir með hægð.
Einhverjum virðist það slugsa.
Ef til vill komið í andlega lægð
ellegar bara að hugsa.


Um veðrið o.fl.

Þegar hann loksins lygnir
líklega áfram rignir.
Má þó vænta þess
að þú verðir hress;
samt undir dagmálum dignir.

 


Vandi skólanna

Skólakarla skortir þol
gegn skólapíum flögrandi.
Þær mega ei klæðast magabol
því mönnum finnst það ögrandi.

Parið

Hæpið menn hennar njóti;
hjartað í steininn greypt.
Hann er gerður úr grjóti
og getur sig hvergi hreyft.


Eftir nóttina

Eftir nóttina:

Milljónir að minnsta kosti
mega þjást í nauðum.
Tunglið er úr tómum osti
- talsvert rauðum.


Skúrir og skin

Veðurbrigði þau ég þekki,
þið sem hafið spurt,
stundum rignir, stundum ekki
og stundum er jafnvel þurrt!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Skruddublogg

Höfundur

Hallmundur Kristinsson
Hallmundur Kristinsson

Hagyrðingur og hundraðþjalasmiður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 129085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Bjarni
  • strjálir
  • tásur
  • Leyfið
  • 20170922 164501[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband